Nú hafa breakbeat strákarnir tekið höndum saman við Flugleiði og ætla að standa fyrir allsherjar klúbb-crasyness ferð til London dagana 5. - 9. júlí.
Breakeat krúið er löngu þekkt fyrir ofvirknislega skemmtilegu breakbeat kvöldinn sín, sem eru næturlífi íslands lyftistöng í miðri viku, en strákarnir ætla sko ekki að láta ísland næga, heldur á að taka London með stæl, og er stefnt að heimsækja m.a. klúbbana Fabric og The End.
Aðgangur í ferðina verður takmarkaður, og er miðað við 30sæti, og er fólki yngraen 18 stranglega bannað að koma með.
Farið á www.breakbeat.is til að fá meiri upplýsingar.