Fréttablaðið, Þri. 22. maí 10:40
Þökkum Fréttablaðinu fyrir þessa grein.



Broddgeltir með drykkjuvandamál
Broddgeltir eru í útrýmingarhættu í Bretlandi og nú hefur komið í ljós að mikill hluti þeirra á við drykkjuvandamál að stríða. Dýrin laumast í notaðar ölflöskur sem mannfólkið skilur eftir útivið.

Kay Bullen frá breska broddgaltasambandinu segir í samtali við dagblaðið Daily Express að broddgeltirnir sæki í bjórinn og verði oft svo fullir að þeir sofni án þess að rúlla sér upp með broddana út til verndar. Þegar þeir loks ranka við sér slaga þeir um.

,,Við höfum fundið blindfulla broddgelti og sumir sýna áberandi merki um drykkjusýki," segir Ann Jenkins, annar meðlimur í samtökunum.


Broddgaltavinir óttast að dýrin verði af þessum sökum mun viðkvæmari fyrir ýmsum hættum, t.d. árásum frá fuglum.

Broddgeltir eru friðaðir á Bretlandi.