Í kvöld laugardagskvöld, er ball til heiðurs rauðhærðs fólks… eða eitthvað svoleiðis! þetta kallar á mikla hátíð og mikinn fögnuð. við skulum athug það að rauðhært fólk hefur verið ofsótt öldum saman, s.s. var það hér áður fyrr notað sem hákarlabeitur, og kallað ýmsum illum nöfnum. en við skulum ekki gleyma því að það er sérstakt að vera rauðhærður.
það er ekki mjög gaman að vera líkt við önnu í grænuhlíð og línu langsokk og fleiri skemmtilegar persónur, trúið mér! það ætti því ekki að vera djammfrí hjá rauðhærðu fólki og velunnurum þess í kvöld 19. maí því nú munum við mála bæinn rauðan fram á rauða nótt.
rauðhærðir karlmenn ættu því ekki að sitja heima í tölvunni eða í vinnunni því nú skal sko rokka RAUTT!
eins og segir í auglýsingunni
RAUTT!
… þess má geta að við tengjumst hvorki þeim sem halda ballið(á leikhúskjallaranum) ne símafyrirtækinu… hvað þá heldur jóni gnarr(þó það væri nú gaman ef hann kæmi M;)