Hvar : de Palace
Hvenar : Föstudaginn 5. nóv.
Klukkan : 00.00 - 06.30
Hvað : Techno - Drum and bass - Pumping house - Ravecuts
Hverjir : Exos, Gunni Ewok, Andri (Dre) og Elli.


Skuggabræðurnir Andri (Dre) og Elli leika lausum hala á de Palace næsta föstudag. Spaðarnir hefja sýninguna um miðnættið og verða að í tvær klukkustundir. Fyrir þá sem ekki vita eru Dre og Elli tveir af fremstu glansýmindum breakbeat.is og spila væntanlega drum and bass á föstudaginn í bland við oldschool hardcore.

Klukkan 02.00 tekur Gunni “Tarzan” Ewok við spilurunum og mun þeyta breakbeatinu áfram en hyggst kappinn enda settið í pumping house groove session. Gunni Ewok er þá flestum kunnur við að enda breakbeat.is kvöldin í mikklum hami og má búast við spennandi dj setti hjá honum eins og vanalega.

Exos endar loks kvöldið en hann byrjar klukkan 03.00 og spilar til 06.30. Exos er þekktur fyrir að spila techno fyrir almúgann en splæsir þó oft á tíðum annari öðrum stefnum inn í mixið eins og Oldschool, Tech-stepp and futuristik houz rhythms.

Ekki klikka á þessu kvöldi and keep the scene ALIVE!!!!