Þá er komið að flottustu tónleikum sem haldnir hafa verið á Íslandi í mörg ár. Stærsta danshljómsveit allra tíma, The Prodigy, eru að koma aftur á klakann og ætla að sýna okkur hvernig á að djamma. Ef þú ert ekki búinn að næla þér í miða, þá geturu vorkennt sjálfum þér að hafa misst af þessum mikla atburði.
The Prodigy eru búnir að halda tvenna tónleika í þessum mánuði, í Aþenu og Istanbúl. Hljómsveitin spilaði mjög þétt prógramm á báðum tónleikum og tóku öll sín sterkustu lög, m.a. ‘Firestarter’.
Lög sem þeir spiluðu á tónleikunum:
'Wake Up Call'
'Warning' - Nýtt lag sem Keith Flint syngur.
'Their Law'
'Spitfire'
'Girls' / ‘More Girls’
'Breathe'
'Medusas Path'
'Hotride' - næsta smáskífan.
'The Way it Is'
'Mindfields'
'Firestarter'
'Poison'
'Smack My Bitch Up'
Þetta er þétt og gott prógramm. Liam á samt eftir að koma íslendingum á óvart og spila eitthvað meira gamalt og gott, t.d. ‘Out of Space’ eða ‘Break and Enter’.
Núna er aðeins einn dagur áður en þið, sem eigið miða, verðið að skemmta ykkur frábærlega. Þeir sem fóru á Scooter eru vinsamlegast beðnir um að fara á Prodigy, svo þeir geti þrifið af sér skítinn og farið á alvöru tónleika.
Takk fyrir mig og sjáumst á morgun í höllinni.
Árni G.