Því miður er aldurstakmark í ríkinu 20.
Þetta neyðir krakkadjöflana til þess að kaupa sér landa ef þau ná ekki að “redda sér í ríkið” í gegnum fjölskyldumeðlimi, vini eða samstarfsfólk.
En samt eru nú leiðir til þess að komast hjá því að vera beðin um skilríki ef einstaklingurinn lítur út fyrir að vera nokkuð fullorðinn, s.s ekki í pokemon peysunni sinni.
Ríkið í Mosó er nokkuð frjálslynt í skilríkjamálum, sökum lélegra viðskipta.
Einnig er mjög sniðugt að fara rétt fyrir lokun og vera síðasti einstaklingurinn til þess að versla.
Þá er starfsfólkið á kassanum orðið þreytt og vill bara komast heim sem fyrst. Þá er líka ekkert annað fólk í kring og er mjög auðvelt fyrir fólkið að hleypa ungmennunum í gegn án þess að einhverjar gamlar konur fari að skipta sér að.
Annar góður hlutur er að fara snemma og segja um leið og gengið er inn við starfsfólkið á kassanum að skilríkin hafi óvart verið skilin eftir heima og hvort það sé ekki í lagi að versla, bæta síðan við: ég segi engum ef þú gerir það ekki, sagt með smá bros á vör. Fólkið ber virðingu fyrir einlægninni og oftast leyfir manni að versla án skilríkjanna.
Jæja, svona fór ég allaveganna að áður en ég fékk skilríkin, nema mosó var ekki opnað þá en þau eru mjög væg á skilríkjum þar.
Skemmtið ykkur við að versla og látið landann eiga sig :)