Tekið af www.andansmenn.com
Í seinustu viku ætlaði framkvæmdastjóri Andansmanna að elda pasta í góðra vina hópi. Ekki vildi þó betur til en að rauðvínslaust var í húsinu klukkan 6 eftir hádegi á fimmtudegi.
Á Íslandi þýddi það áður að landinn þurfti að bíta í súrt epli, reyna að snapa sér flösku af veitingahúsi fyrir handleg, fót og hreina mey eða drekka bara Kókómjólk.
En þá rifjaðist upp fyrir honum að einhver hefði verið að tala um vínbúð handan heiða sem opin væri lengur en gengur og gerist. Eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós að Vínbúðin í Mosfellsbæ er opin til 19:00 alla virka daga nema föstudaga en þá er hún opin til 20:00 !!
Ekki nóg með það heldur er opið á laugardögum frá 12 - 18.
Það varð úr að ekið var upp í Mosfellsbæ og keypt rauðvínsflaska til að hafa með pastanu.
Eftir stutt spjall við indælt starfsfólk Vínbúðarinnar og eftirgrennslan um hvers vegna þess verslun væri svona sér á báti var lítið um svör. Þessi verslun er ekki einkarekin heldur er hún hluti af verslunarkeðju ÁTVR. Helstu rökin voru að þetta gengi aldrei í bænum vegna þess að þá væri alltaf svo mikið að gera.
Hmmmm…..
Hvað segir það okkur?
Vandamál:
Fólk vill geta komið við fyrir kvöldmat og náð sér í eins og eina léttvínsflösku.
Lausn ÁTVR:
Lengjum opnunartíman í Mosfellsbæ til að koma í veg fyrir að það verði of mikið að gera í einhverri versluninni í bænum.
Þeir sem eru svona þyrstir geta bara lagt það á sig að leggja í smá ferðalag.
–!>
Er það ekki svona sem ríkið vinnur.
Reynum nú að fá einhverju framm og berjumst fyrir því að geta rölt eftir Rauðvíni eða öllara til kaupmannsins á horninu ef við erum í þannig fílíng….
…á hinn bóginn getum við líka bara keyrt til Mosfellsbæjar á 110