Ég var einu sinni leigubílstjóri fyrir svona um það bil þrjátíu árum. Nú ég var búinn að vera lofandi helvítis kellingunni því að ég skildi nú hætta að drekka bráðlega og stóð aldrei neitt við neitt heldur átti það frekar til að endurinnrétta íbúðina á fylleríum. En síðan talaði við mig maður sem mér þótti mikið til koma og sagðist vera búinn að vera í burtu frá bakkusi um tíma og ég þáði nokkur af hans þurrkuntulegu ráðum.
Viti menn eftir þrjá mánuði var ég búinn að vera svo déskoti þurr að ég var farinn að pissa ryki og drullu og var náttúrulega orðinn alveg gífurlega trúaður því ég fór alltaf á kristilegar samkomur og sagði fólkinu frá því að ég hafi hitt Jésús og að hann væri ennþá edrú eins og ég.
En alla veganna þá varð ég nú að verðlauna mig fyrir þessa góðu tíma þannig að ég ákvað að skella mér á eitt gott fyllerí. Nú þar sem ég hafði unnið mér inn rækilega summu af peningum á þessum mánuðum þá ákvað ég að kaupa mér glænýjan Bens til þess að aka kúnnunum í og borgaði hann á borðið.
En viti menn ég drakka þarna nokkra drykki á bar og man síðan ekkert fyrr en ég sé að grænklæddur maður er að stugga eitthvað við mér og ég man að ég varð strax kaldsveittur og ógurlega veikur. Maðurinn vorkenndi mér heldur lítið og stuggaði mér út úr fangaklefanum og það var greinilegt að hann var að tala rússnesku. Nú ég spurði frétta þarna á jakkafötunum inná einhverri rússneskri lögreglustöð og fékk að vita það að ég væri staddur í Leníngrad og að ég ætti hjá þeim farangur og hefði verið með drykkjulæti í verslunarhverfi. Nú ég tók ferðatöskuna sem ég hafði aldrei áður séð og opnaði hana og sá þá að hún var full af sokkabuxum svona um tvöhundruð stykki. Ég kom mér einhvern veginn heim en þegar ég koma heim var konan náttúrulega frekar afundinn og kynköld helvítið af henni en spurði mig þó þrálátlega um helvítis bílinn. Nú ég sagði henni að vera ekki með þessa vitleysu og fór að leita að bílnum og allt kom fyrir ekki þannig að ég hélt að honum hefði hreinlega verið stolið, en svo gott var það ekki. Ég hafði selt hann á bar niður í bæ fyrir helmingi minna verð en ég keypti hann og brugðið mér til Þýskalands, Belgíu og Rússlands, án þess að muna eftir einu né neinu.

(Þessi saga er sönn þótt ég sé enn ekki kominn á aldur leigubílstjórans en hann er góður vinur minn og er enn að reyna að láta renna öðru hverju af sér)