sæl öll

Mér finnst ég heyra alltof oft hjá 2ungu fólki“ að það eigi sér ekki líf en það eiga allir sér líf! ekki láta ”vinsæla“fólkið eða bíómyndir gabba ykkur, þið eigið ykkur líf! það er bara misjafnt hvernig fólk eyðir því.

mér hefur oft verið sagt af einni vinkonu minni að ég eigi mér ekkert líf, á tímabili var það vegna þess að ég spilaði Role Play mikið, svo var það líka einusinni vegna þess að ég las mikið, og svo vegna þess að ég nennti ekki alltaf á djammið…

En á fólk sem fer á djammið um hverja helgi og eyðir öðrum frítíma sínum á rúntinum eitthvað meira líf?

ég er alltaf að heyra fólk ,,ég á mér ekkert líf” afþví að það ákvað að vera heima um kvöldið og læra eða eittvað álíka í stað þess að fara út og drekka sig fullt, en svo þetta sama fólk vini og fjölskyldu, er það ekki það sem lífið snýst um?

svo er sagt að fólk sem les eða horfir mikið á sci-fi eigi sér ekki líf, það er bara bull! það eyðir tíma sínum bara öðruvísi, ekki endilega í íþróttir eða á rúntinum.

að eiga sér líf snýst um að eiga vini, kuningja og fjölskyldu, að sinna sínum áhugamálum og láta sér líða vel (eða reyna það)

hættiði svo að segjast ekki eiga ykkur líf, það er ekki satt!


IceQueen