Síðasta sunnudagsmorgun þegar skemmtistaðurinn Klaustrið lokaði dyrum sínum þá var það í síðasta sinn. Kristófer Oliversson hóteleigandi á Hótel Skjaldbreið á Laugarvegi hefur fest kaup á húsinu sem Klaustrið var í af Kristjáni Knútssyni og hefur hafist handa við að umbreyta húsnæðinu í hótel.
Það má vissulega segja að það sé nokkur söknuður af þessum stað en þarna á horninu á Klapparstíg og Hverfisgötu hefur verið rekin vínveitingastaður í fleiri ár en ég kann að telja. Bíóbarinn var þarna fyrst þegar ég man eftir og síðan hafa staðirnir verið nokkrir og eins og áður segir þá var Klaustrið síðasti skemmtistaðurinn í þessu húsnæði.
Það er greinilegt að Kristófer ætlar ekki að eyða neinum tíma í vitleysu og hófust framkvæmdir í húsnæðinu strax á sunnudag.
Þar hafiði það, Klaustrið lokar og Hótel Klöpp opnar í sumarbyrjun.
Kveðja,
Xavie