Ég er miður mín–en þó alsæll–en samt pirraður Ég er búinn að vera duglegur sem aldrei fyrr að fara í útilegur þetta sumarið. Það er ekki vegna þess að ég er svona mikill náttúruunnandi. Það er bara eitthvað við það að liggja í kjarri og kneifa öl. Svo verður maður bara ekki eins þunnur í sveitaloftinu.

N þá að því hví ég er svona miður mín. Í allt sumar, og reyndar undanfarin sumur, er ég búinn að vera að dröslast með bjórdósir í sveitasæluna. Hálfur líter (lágmarkið í dag), og svo er allt orðið flatt og komið með “útilegu óbragði” eftir korter, að því gefnu að maður sé ekki búinn að sulla niður helmingnum. Það sem ég er miður mín útaf er að hafa ekki verið búinn að finna nýja Plast Pilsnerinn fyrr í sumar. ALSÆLA (ekki í pillu-merkingunni) - Þetta er hin fullkomna umbúð. Það er agalegt að ég hafi ekki verið búinn að finna þetta fyrr í sumar (hann er ekki til í mínu RÍKI)– ég er miður mín.

En nú er ég alsæll, þ.e. af því nú er ég búin að finna hann. Ég er spenntari en kaþólskur prestur á skátamóti. Nú get ég oltið um sveitirnar með tappann á bjórnum mínum. Alltaf ferskur (bjórinn) og afföll hafa minkað um allan helming :)

Eins og ég er nú sáttur við PP (Pillann í Plasti) og ánægður með þessa gaura að koma með lausn allra minna mál – þá er ég frekar pirraður að þeir skuli ekki drullast til að setja þessa vöru í öll RÍKIN. Gaurinn í “mínu” ríki sagði að það gæti verið af því að þeir gætu ekki framleitt þetta í nógu magni. Ég fann þetta ekki fyrr en ég fór í Heiðrúnu.
Komm on! Ég skora hér með á Egils að spíta í handarkrikana og fylla öll RÍKI af Plast Pilsnernum svo við Íslendingar getum stundað útivist og uppáferðir sem aldrei fyrr!

Annars bara vel og sjáumst á þjóðhátíð.

Bistro