Það vantar algjörlega orðið swingbar hér á landi. Hver verður ekki leiður á sömu gömlu kellinguni á þriðja glasi, eða hvaða dama býst við stórskotárás frá kallhvelvítinu þegar. Þegar maður er búinn að heyra einhvern prumpa yfir tíuþúsund skipti þá hættir maður að vera svona spólgraður og fer þess í stað að þykja afskaplega vænt um viðkomandi, kannski að því að enginn annar myndi nokkurn tíman leyfa sér það að snúa sér við í hjónarúminu og prumpa upp í opið geðið á þér. Þess vegna vantar okkur swingbar þar sem pör geta komið og skoðað hvort annað, eða staðið við barinn á látið sig dreyma. Hverjum hefur ekki lengi langað til þess að pota aðeins í Siggu hans Gunna en ekki kunnað við það að því að hann á svo heilnæmt fjölskyldulíf og börnin eru svo fullkominn að það er allt eins víst að þau séu eingetin. Væri ekki gaman að geta gengið uppað Siggu á Swingbarnum og sagt “ Ertu ekki til í að láta skella þér ögn á skeljarnar á meðan Gunni og konan mín fá sér sodavatn og ræða um kristilegt starf meðal barna okkar” Þarna eru tvær fjölskyldur að sameinast yfir tveimur áhugamálum og ekki hægt að segja annað en að andinn sé ræktaður jafnfætis líkamanum.
Þarna yrði líka passað upp á aldurstakmarkið og að allir notuðu verjur, sjálflýsandi verjur sem yrðu merktar með eins konar þjófavörn sem myndi virka þannig að í hvert sinn sem gaurinn fengi að vaða einhversstaðar inn þá myndi hljóma lagið The final Countdown sem myndi bæði flýta fyrir svo að fleiri gætu notist um leið og folanum myndi líða betur með sjálfan sig td ef hann skammaðist sín á einhvern hátt fyrir pollan eða væri heldur vambsíður.
Drykkjan myndi ekki verða eins óbærileg og hún verður oft í hita og þunga íslenskra nátta því hver vill ekki standa sig á opinberum vettvangi. Svo væru náttúrulega svona swingleikir og kynnirinn myndi segj “Góðir hálsar og pulsur nú ætla að stíga á sviðið hjónakornin Rakel og Styrmir, þau ætla að sýna okkur sitt fyrsta skipti eins og það gerðist í raun og veru en síðan ætla þau að sýna okkur hvernig lífið hjá þeim er í dag. Styrmir var þekktur flagari hér á árum áður þannig að eflaust eruði margar hérna í salnum sem hafið þurft að liggja undir duttlungum hans, hins vegar var Rakel afar siðprúð og seiðandi en var þó þekkt fyrir að vera lengi með Frissa fitubollu og er þjóðin henni mjög þakklát fyrir að átta sig á því að hætta með honum og koma hérna til okkar á swingbarinn”
Svona bar gæti breytt lífi fjölda fólks til hins betra og jafnvel eyðilagt líf þeirra sem hafa það alltof gott í dag þannig að ég sé ekkert nema ótakmarkaðan hagnað. Þetta myndi skapa nýjar atvinnugreinar t.d myndu bætast brundbörn í hóp með glasabörnunum og myndu þau hirða notuð gúmmí og brosa. Raðirnar á barinn myndu taka á sig fríðari mynd og líklega væri hægt að jafna svolítið út starfsemina með því að hafa svona happy hour í miðri viku. Nú ellilífeyrisþegar fengju fría drykki og fylgd á klósett og örykjar fengju einnig frítt inn og hver veit nema að þeir gætu náð sér í gullpott eða pinna þarna inni.
Þarna myndi líka ekki ríkja stéttarskipting, t.d er ekki víst að upparnir myndu hirða þær bestu því þegar þær sæju skrifstofulíkamana vella um gólfið gæti allt eins verið að þær snéru sér að stöðumælaverðinum og biðja þá um að sekta sig eða biðja dúkalagningarmanninn að kalla sig á teppið, hver veit?
Eigum við ekki skilið Swingbarinn