Reykjavík WakeUp Call.

Dagana 30. apríl og 1. maí 2004 mun framkvæmdahópur, sem kynntur er nánar hér að neðan, standa fyrir danstónlistarhátíð á heimsmælikvarða á skemmtistaðnum Kapital, Hafnarstræti 17.

Nightmares On Wax:
Leeds-búinn George Evelyn eða Nightmares on Wax er einn af fyrstu listamönnunum sem voru pickaðir up af Warp Records plötuútgáfunni goðsagnakenndu. Það var árið 1990 þegar George Evelyn gekk liðs við breakdance hóp í hverfinu sínu í Leeds. Þar sameinaði hann krafta sína við Kevin Harper og Nightmares On Wax varð til. Saman gerðu þeir plötuna Dextrous. En það sem virkilega hristi up í almúganum var hið vinsæla lag þeirra „Aftermath“ sem endaði á topp 40 á breska vinsældarlistanum og kom þeim vel fyrir sem framsæknum listamönnum í tónlistarsögunni.

Í kjölfarið fylgdu breiðskífurnar „Smoker´s Delight“ og „Carboot Soul“ ásamt heilmörgum smáskífum og remix plötum. Allir unnendur Hip Hop, Electro, Chill-Out eða allrar danstónlistar yfir höfuð eiga samleið með Nightmares on Wax.

David Holmes:
Belfast búinn David Holmes gerði garðinn frægann í Acid House og Techno geiranum snemma á tíunda áratugnum. Þegar á leið fór David Holmes hins vegar að fara ótroðar slóðir í tónlistarsköpun sinni og gaf út tvær frábærar breiðskífur; „This Film´s Crap Let´s Slash the Seats“ og „Lets Get Killed“. Upp úr því fór Hollywood að knýja að dyrum hjá Holmes og vann hann tónlist fyrir kvikmyndir við verulega góðan orðstýr.

David Holmes hefur frá upphafi vakið mikla og verðskuldaða athygli sem plötusnúður og árið 1998 fékk að hljóma í bresku útvarpi Essential Mix eftir kappann sem að setti hann endanlega á kortið sem einn af allra bestu plötusnúðum heims.

Einvala lið:
Að auki koma fram á hátíðinni einvala lið íslenskra plötusnúða og tónlistarmanna sem að snerta fleti á flestum geirum danstónlistarinnar, allt frá hugljúfu húsi, pumpandi progressive til dúndrandi drum’n’bass.

Kvöldin tvö eru stjörnum prýdd og viljum við því stilla þessu upp sem nokkurs konar „míní festívali“. Við höfum ákveðið að selja inn á hvert kvöld fyrir sig á 1500 krónur en að auki verða passar - sem seldir verða á 2000 krónur og gilda alla helgina - boðnir í forsölu.

.



.


Framkvæmd hátíðarinnar er í höndum:

Hr. Örlygur er tónleikafyrirtæki sem að staðið hefur fyrir tónleikum af öllum stærðargráðum síðustu ár, ásamt því að flytja inn plötusnúða fyrir klúbbakvöld að ógleymdri Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni, sem að hefur síðustu 5 ár verið stolt okkar íslendinga á sviði framsækinnar tónlistar.

Breakbeat.is hefur undanfarin 4 ár haldið uppi langlífasta samnefnda klúbbakvöldi borgarinnar. Þeir hafa farið mikinn í innflutningi á plötusnúðum og eru þar að auki með vikulegan útvarpsþátt á X’inu ásamt því að halda úti greinargóðri vefsíðu um tónlist.

BeatKamp er yngra af nálinni en hefur á skömmum tíma skipað sér stóran sess í íslensku tónlistarlífi þar sem að þeir hafa staðið fyrir innflutningi á tónlistarfólki frá hinni goðsagnakendu plötuútgáfu Warp. Þar að auki má nefna fleirri forsprakka raftónlistar á borð við Red Snapper og Yega

Kapital er klúbburinn sem að hýsir hátíðina. Kapítal hefur uppá að bjóða bestu aðstöðuna hér á landi fyrir uppákomu sem þessa. Hljóðkerfi staðarins er með því besta sem gerist á landinu og hefur klúbburinn ítrekað sannað sig sem eini klúbbur Íslands sem styður heilshugar við framsækna danstónlist.