Cream í Reykjavík ! -reykjavik.com-

Ofur-næturklúbburinn Cream er fyrsti sinnar tegundar til leggja upp í áætlun um að halda regluleg klúbbakvöld í Reykjavíkurborg. Um er að ræða eina stærstu frakvæmd sem íslenskur skemmtistaður hefur tekið þátt í, en Cream næturnar verða haldnar í samvinnu við og á Thomsen. Stefnt er á að halda Cream viðburð á staðnum annaðhvert föstudagskvöld í sumar.

Cream er án efa einn stærsti og virtasti næturklúbbur Evrópu. Staðurinn er staðsettur í Liverpool í Englandi, en Cream er fyrir löngu orðin annað og meira en einn skemmtistaður. Reglulega eru haldin risastór Cream partý í öllum heimsálfum m.a. á Ibiza, í Japan og um allar Bretlandseyjar. Staðurinn stendur svo fyrir einni stærstu danshátíð jarðkringlunnar, Creamfields, ár hvert.

Til stendur að halda fyrsta Cream viðburðinn á Thomsen í maí og vera síðan með partý á staðnum annaðhvert föstudagskvöld fram í september. Að minnsta kosti tveir plötusnúðar frá Cream spila á þessum kvöldum, en einnig eru með í för fagfólk sem sér um skreytingar og sjónræna þáttinn á þeim. Cream setur háar kröfur hvað varðar starfsólk, hljóð- og ljósakerfi á viðburðum sem staðurinn setur nafn sitt við.

Nú þegar er búið að staðfesta nokkra plötusnúða sem koma til með að spila á Cream á Thomsen. Meðal þeirra eru Paul Bleasdale, Steve Lawler, Paul Kane, Seb Fontaine, Tall Paul og Timo Maas .

Fylgist með á reykjavik.com
-
Og hættiði svo að væla um að skemmtanalífið í Reykjavík sé eitthvað slæmt.