Ég ætla að eyða nokkrum orðum í að lýsa áramótunum mínum og hvet sem flesta til að gera slíkt hið sama.
Ég og restin af hinu óviðjafnanlega Breakbeat.is krúi hittumst heima hjá einum okkar ásamt Kemal nokkum Okan og fleirum og elduðum sjálfir! Dýrindis læri, brúnaðar kartöflur og ég veit ekki hvað og hvað, heppnaðist fáránlega vel. Svo horfðum við á þetta misheppnaða skaup og drifum okkur síðan upp í Öskjuhlíð til að fá flugeldageðveikina beint í æð. Það sem stóð upp úr þar var að við eyddum hálftíma í bílaröð eftir miðnætti og styttum okkur stundirnar í “Hver er maðurinn?”
Svo var haldið aftur í heimahús þar sem var skrallað enn frekar fyrir það sem var í vændum. Fleira fólk lét sjá sig en ég lét mig hverfa um 2 leytið (ef ég man rétt - hemm..) Áfangastaður kvöldsins var að sjálfsögðu Kapital þar sem nýársgleði Breakbeat.is fór fram.
Dáðadrengirnir Kalli og Lelli hituðu upp fyrir Kemal á efri hæðinni og Bjössi Brunahani og Ingvi spiluðu house og fleira gotterí á neðri hæðinni. Gunni Ewok, óskabarn þjóðarinnar, hljóp á milli hæða og tók skiptingar á víxl. Einsdæmi í djammsögunni? :) Eflaust ekki en samt algjör snilld. Kemal tók síðan við stjórninni á efri hæðinni um 4 leytið og spilaði brjálað sett, sérstaklega miðað við það að monitorinn hjá búrinu var ónýtur sem flækti málin óneitanlega. Kappinn spilaði í tæpa 3 tíma fyrir stappfulla efri hæð og svo tóku fastasnúðarnir aftur við og héldu uppi fjörinu til tæplega 9 um morguninn.
Þannig að ég get ekki verið annað en sáttur við áramótin mín. Var í góðra vina hópi allt kvöldið og atburðurinn á Kapital heppnaðist fullkomlega. Báðar hæðir voru gjörsamlega stappaðar og mér skilst að tæplega 600 manns hafi mætt og tjúttað, alls ekki slæmt.
Hvað með ykkur?