Ég veit ekki með ykkur en ég verð alltaf fyrir þvílíkum vonbrigðum með
gamlárskvöld. Maður býst alltaf við þvílíku djammi, en endar alltaf um 7 á að fara
heim hálf svekktur yfir kvöldinu. Nú í ár ætla ég að leggja mig allann fram við að
skemmta mér sem best á gamlárskvöld. Ég er búinn að ákveða nokkru skref, a) ég
ætla að passa mig á því að verða ekki of drukkinn, b) ég ætla vanda valið á
skemmtistaðnum og c) fara með hressu fólki. a og c er lítið vandamál, en b er
mun meira. Þess vegna leita ég til ykkar á Huga til að koma með skemmtilegar
uppástungur um hvar sé best að djamma á áramótunum. Ég er í raun opinn fyrir
öllu nema Brodway og prikinu. Er komið eitthvað plan sem maður getur skoðað
og fengið að vita hverjir eru að spila hvar og hvað sé að ské? Einnig væri gaman
að heyra hvort einhverjir luma ekki á góðum áramótasögum, ég kem með eina
svona til að opna umræðuna.
Þannig var að………….what the f#$k það hefur ekkert skéð skemmtilegt á
áramótunum hjá mér þar sem þau hafa alltaf suckað big time!