
Einnig hefur Lawler endurhljóðblandað efni fyrir fjölda annarra listamanna og ber þar fremsta að nefna sjálfa U2. Auk þessa hefur hann samið nokkuð af eigin efni, sem hefur hvívetna hlotið góðar viðtökur, enda er maðurinn þekktur fyrir einstaklega vönduð vinnubrögð og allt að því fullkomnunaráráttu.
Það er okkur sannkallaður heiður að bjóða þennan framúrskarandi snúð velkominn hingað til lands og ætti enginn dansþyrstur að láta sig vanta. Þess má geta að Lawler hefur heitið því að spila í minnst fjóra tíma í tilefni af þessari fyrstu heimsókn sinni hingað til lands. Grétar G. Mun svo sjá um að koma okkur í rétta stemmingu áður en Lawler sjálfur stígur á svið.
Húsið opnar klukkan 23:00 og verður opið til 04:00. Miðar verða seldar við dyr á 2.000 krónur, ekki verður um neina forsölu að ræða. Eftirpartý verður svo haldið á Club Opus.
Vonast til að sjá sem flest alla því þetta verður massa partý!