Það sem ég er að fara að skrifa núna er reyndar um fimmtudagskvöldið en það var alveg jafn gaman fyrir því =)

Málið var að við í skólanum vorum orðin dáldið þreytt á því að lítið væri að gerast þannig að við ákváðum að halda “mjólkurkvöld” á Kaffi Læk. Við köllum það almennt “mjólkurkvöld” af því að 99% fólksins eru undir lögaldri og yrði ekki sniðugt að vera busted af skólastjóranum í svona samræðum =p

Anyways… klukkan 8 átti þetta að byrja og þurfti ég að taka strætó klukkan 7 ef ég ætlaði að koma rétt fyrir átta þannig að ég næ strætónum klukkan 7 og fer niðrí mjódd… en neinei, þá var 17 sem átti að fara í kópavogin BILAÐUR þannig að ég þurfti að gjöra svo vel að bíða þarna í 20 mín! en maður lifði það svo sem af. Þegar maður fór svo í fjörið ætlaði maður bara að fá sér smá létt og ætlaði að kaupa breezer. NEINEI… stykkið kostar 700 KALL!!! Ég meina, hver tímir 700 kall fyrir breezer á pub þegar hann kostar tæpar 300 kr í ríkinu!! Smátt og smátt kom allt liðið og var mikið spjallað og voða gaman. Fékk mér svo eitt bjórglas og eftir það TÍMDI ég ekki meiru… bjórinn kostaði 500 kall… mér finnst þetta svo mikið okur að ég er að deyja! Ég ætla ALDREI aftur að kaupa bjór eða nokkuð annað á pub =/

Svo var bara fyndið =) 3 strákar (nokkuð vel í glasi) fóru að syngja White Flek með engu undirspili sem var bara þvílíkt falskt =p svo kom: það var minn, en ekki þinn, það var minn en ekki þinn sjóhattur… og á eftir því kom hafið bláa hafið =p þetta var bara eitt þa fáránlegasta sem ég hef séð =)

Svo fékk ég billjón knúsa frá eiginlega öllum sem mættu =) það var geðveikt stuð og segi ég til allra sem komu ekki:
ÞIÐ MISSTUÐ AF MIKLU!!!!!

u only live once*