Muna ekki allir eftir laginu?
“Glaumbar brann og fólkið fann.. sér annan sama stað….”
Það er kannski þetta sem ætti að gerast aftur fyrir Glaumbar.
Ég tékkaði á honum þar seinustu helgi og viti menn. Alveg eins og alltaf áður. Hálf troðinn staður með hræðilegri tónlist og oftar en ekki engin sæti að hafa.
Samt það furðulega kannski við Glaumbar er það að í hvert skipti sem maður kemur þanngað, þekkir maður alltaf einhvern þarna inni.
Það er svona nokkurnveginn það eina góða sem ég sé við þennan stað.
Annars er svona oftast nær alveg hræðileg tónlist, allavega fyrir fólk eins og mig sem fílar ekki r´n´b, en svona á milli kemur stundum eitt og eitt fm-lag sem maður getur raulað með eða dillað sér smá, en að sjálfsögðu ekki þar með sagt að maður fíli það.
Held það sé að mestu leiti dj, sem kallar sig dj batman sem sjái um tónlistina þarna, það væri jafnvel fróðlegt að vita hvort hann bara -eigi- að spila svona tónlist.. eða er þetta það sem hann fílar?
Varðandi verð á áfengi þarna inni, þá er það bara þetta hefðbundna verð, 600 fyrir stórann bjór, 450 fyrir skot, en annars hef ég ekki minnstu um hvað sterkara áfengi er á, þ.e.a.s. einfaldur og tvöfaldur af hinu og þessu.
Annars já.. skítapleis en ágætis meeting point.
Gef honum 5 í einkun af 10.
kv,
LadyJ