Halló, halló
Mér datt í hug að skrifa nokkur orð um gamla Pollinn okkar sem nú er búið að gera upp og skíra Vélsmiðjuna.
Það er 21 árs aldurstakmark en samt virðist þessi staður alls ekki vera að höfða til 21-28 eins og menn voru víst að vona en það er náttúrulega allt í lagi.
Þeir eru mjög strangir á skilríkjum og hleypa ekki hverjum sem er inn. Ég fór þangað um daginn bara því kærastinn minn var að spila þar með hljómsveitinni sinni, það setti enginn útá það að ég væri þarna meðan ég var ekki að reyna að versla af barnum - enda bara 18:)
Það var mjög skondið að koma þarna inn því aldurshópurinn var á bilinu svona 35-50 og enginn smá svipur sem kom á fólk þegar hljómsveitin byrjaði að spila. Hljómsveitin heitir Douglas Wilson (söngvarinn er Stebbi Jak sem söng “Elska þig enn” í Söngkeppni framhaldsskólanna ef einhver man eftir því) og þeir eru langt frá því að vera gömlu-dansa band :) Það var sko ekkert allof vel séð þegar ég og vinkona mín sem er 19 fórum að dansa á fullu, það tók örugglega hálftíma bara að fá nokkrar dauðadrukknar kellingar út á gólfið. Það birti nú samt yfir liðinu þegar líða fór á kvöldið og klukkan fjögur var enn þó nokkur hópur að reyna að klappa þá upp og dilla sér við Justin Timberlake :) Húmor.
En hvað staðinn sjálfan varðar er hann ótrúlega smart. Stórar flísar á gólfinu, svart/hvítar ljósmyndir á veggjunum, frekar lítið dansgólf, pínulítið svið, slatti af 6-8 manna borðum og passlegur bar. Svo er koníaksstofa í hinum enda hússins með guðdómlegum leðursófum og litlum bar. Þar heyrist ekki mikið í tónlistinni en svo er hægt að fara upp á efri hæð þar sem líka er lítill bar og mikið pláss. Þar er hægt að setjast niður og taka því rólega því þar heyrist bara dempað í tónlistinni. 2-4 manna borð, eitt kerti á hverju og lítill bar. Ótrúlega rómó :)
Það eru 4 kvennaklósett og eitthvað svipað fyrir karlana (fór ekki þangað inn að skoða) hehe.
Þjónustan gekk hratt fyrir sig (vinir mínir versluðu) og dyraverðirnir voru mjög traustvekjandi - sterkir og stórir drengir. Ég mæli hiklaust með þessum stað, ég skemmti mér a.m.k. konunglega :)