Ég myndi segja maður væri búinn að djamma of mikið þegar maður fer að djamma bara til að fara að djamma en ekki til að skemmta sér.
Það er hægt að djamma of mikið. Þegar þú ert búin að því ferðu líklegast á vog :)
Það er ekki nein sérstök viðmiðun yfir hversu oft maður má djamma, ég djamma t.d. hverja einustu helgi báða daga oft mánuðum saman, þetta hinsvegar veltur allt á persónunni. Því lengur og því oftar sem þú djammar yfir styttri tíma því meiri líkur eru á því að þú hafir ekki eða missir stjórn á djamminu. Blackout er til dæmis einn hlutur sem gefur til kynna að manneskjan kunni ekki að fara með áfengi eða sé búin að missa stjórn á drykkjunni(djamminu).(Það er þó ekki algilt).
Almennt séð er það ekki druslulegt að kyssa einhvern í partí , jafnvel þó svo viðkomandi sé á föstu.(frá karlmanni séð, mikið af kvenfólki telur samt kossa framhjáhald).
Og nei , fólk er mismunandi. Tvær manneskjur geta riðið alveg jafn mörgum á stuttum tíma en samt dæma allir aðeins aðra þeirra druslu.
Strákar eru mun færri sinnum druslur vegna þess að það eru þeir sem eru að reyna við stelpuna.
Stelpur sem gefa allt upp án þess að nokkur þurfi að hafa fyrir því verða sjálfkrafa druslur vegna þess að enginn virðir stelpu sem virðist ekki einusinni virða sjálfa sig.
Hinsvegar veit ég um stelpu sem var búinn að ríða yfir 30 strákum þegar hún var 18 eða 19 , ég hefði aldrei talið þessa stelpu druslu vegna þess að það var hún sem fór og fann strákana sem hún vildi ríða og reið þeim. Hún fann bara fleiri sem henni langaði að stunda kynlíf með heldur en aðrar stelpur. Ekkert að því.
Það eru bara almennu óskrifuðu reglurnar varðandi partí. Láttu bræður/systur góðra vina þinna vera. Láttu allt fyrrverandi og núverandi maka náinna vina þinna vera.
Hinsvegar fer það allt eftir hvernig félagsskapur þetta er.
Sá sem er kallaður/kölluð öllum illum nöfnum fyrir að skemmta sér er yfirleitt alltaf útaf hegðun, framkomu við annað fólk eða afbrýðisemi.
Ég ætla samt að taka það fram að þetta þarf ekki allt að vera rétt hjá mér , ég er bara miðla af reynslu minni.