Í desember verða enn ein tímamótin í sögu Breakbeat.is. Þá mun samsteypan segja skilið við skemmtistaðinn Vídalín og færa sig yfir á eina alvöru næturklúbb landsins, Kapital, sem er staðsettur í Hafnarstræti.

Breakbeat.is mun halda sín mánaðarlegu kvöld fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á Kapital og halda áfram að gleðja landann með enn fleiri erlendum heimsklassasnúðum á næstunni.

Eins og allir vita þá gerði John B allt vitlaust á Airwaves-hátíðinni í október og A-Sides spilaði rosalegt sett í nóvember. Þótt árið 2003 taki brátt enda þá er Breakbeat.is hvergi nærri hætt í tjúttgeiranum. Fyrsta fastakvöldið á Kapital verður fimmtudaginn 4. desember næstkomandi kl. 21 og verður frítt inn svo að sem allra flestir geti kynnt sér nýja staðinn.

Um leið og Breakbeat.is þakkar Vídalín fyrir góðar stundir þá óskum við tjútturum landsins til hamingju með nýjan og glæsilegan stað.

Breakbeat.is og Kapital ætla að lokum lofa stóru áramótapartýi sem verður stórglæsileg heimsklassa plötusnúðaveisla. Meira seinna..

Munið:

/Breakbeat.is
/Fimmtudaginn 4. desember 2003
/Kapital, Hafnarstræti 17, 101 RVK
//DJ Gunni
//DJ Kalli
//DJ Lelli
//DJ Reynir
/Frítt inn, óvæntur glaðningur!
/18 ár inn, skilríki skilyrði

Sjáumst,
Nefndin.