Já.. Nasa er nokkuð margslunginn staður að mínu mati, hann getur verið ferlega skemmtilegur en líka alveg hundleiðinlegur.
Ég hef farið þónokkru sinnum á hann en aldrei samt skemmt mér eins vel og á laugardagskvöldinu þegar Airwaves hátíðin var. Enda komu fram margir listamenn þar og toppurinn var þegar Gus Gus var á sviði. En kannski var samt aðeins of troðið þarna inni til þess að maður gæti dansað við tónana þeirra. Annars var þetta alveg súper kvöld.
En í fyrsta skipti sem ég fór á Nasa var það alveg hræðilegt. Ég borgaði 1000 kr inn og það fylgdi ekki einu sinni drykkur með miðanum, og það var alveg hræðileg tónlist, eitthvað diskó og r´n´b til skiptis. Sem er náttúrulega alls ekki minn stíll. Svo ég entist þarna inni í einhverjar örfáar mínútúr.
Eftir þetta fyrsta skipti þá leið langur tími þar til ég prufaði að fara þarna aftur.
En núna þessar fyrstu tvær helgar í nóvember þá ætlaði ég mér að kíkja Jagúar á laugardagskvöldið (8. nóv) en það var nokkuð löng biðröð þegar ég mætti á svæðið og þar sem var kalt í veðri og ég ekki svo vel klædd gat ég ómögulega staðið úti svo ég hljóp inná annan stað.
Annars eins og ég segi er mjög mismunandi dagskráin á þessum stað, en þeir stíla frekar inná fólk um og uppúr 25 ára sem hlustar þá á t.d. : Bubba Mortens, Bítlavinafélagið, Dadda diskó og Rickshaw.
Og Nasa vill síður hafa svona danstónlistarkvöld eins og þegar Sasha átti að koma, þá stóð til að hafa þetta fyrst á Nasa en svo var það fært yfir á Gaukinn.
Samt finnst mér Nasa alveg tilvalinn einmitt fyrir svoleiðis kvöld, því hann er svo helvíti magnaður að innan, frábært hljóðkerfi og ljós, fínir og stórir barir (samt of dýrt áfengið, t.d. Miller í gleri kostar 750 kr), og efri hæðin alveg þokkalega kúl fyrir tjill, samt finnst mér að það ætti að vera hægt að heyra tónlistina frá sviðinu þarna uppi líka.. nema kannski ekki eins hávær.
En þetta er það sem mér finnst :)
Fóru þið á Nasa? Eða hafið farið? Og hvernig fannst ykkur?
kv,
LadyJ