Tilhlökkunin ólgar í sumum….. aðrir eru bara spenntir…. og svo eru það þeir sem muna eftir lágmenningarnótt!!!

En ég vona að skilaboðin komist áfram….
það er kannski ekki alveg við hæfi á Menningarnótt að drekka sig pissfullan eins og spurt er um á korknum hér….. synir mínir verða með mér og pabba sínum… mér þætti ágætt ef ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að þeir fái bjórflösku í litlu hausana sína!!!!

það er svo margt að gerast þetta kvöld sem er skemmtilegt og Menningarlegt…. endilega reynið að bíða með fylleríið þar til barnafólkið er byrjað að fara heim!!! Synir mínir fara heim eftir flugeldasýninguna og þá ætla ég að taka upp flöskuna mína af léttvíninu mínu….

Reynum að láta þetta kvöld standa undir nafni en ekki að þetta verði önnur LÁGmenningarnótt eins og síðast!!!!

Sem dæmi um skemmtun í kvöld get ég nefnt þetta…. sem ég sjálf er að taka þátt í og get sagt að það er búið að vera geðveikt skemmtilegt að undirbúa þetta! Var plötuð í þennan hóp sem búningahönnuður fyrir Gay Pride, en átti svo að vera með í leiknum og þá á Menningarnótt líka…..

Leynileikhúsið!

Menningarnótt 16. ágúst 2003!

1. Dýrð sé drottni – 20:00 – Laugavegi 40-42 *
2. Kisan – 20:20 – Þjóðleikhúsið
3. Hjálpum þeim – 20:40 – svalir á Sólon (helíumkór)*
4. Kvótinn – 21:00 – Tjörnin*
5. Móðir Jörð – 21:20 – Austurvelli (eða í nágrenninu)
6. Flugvélin – 21:40 – Ingólfstorgi*
7. Þvottasnúran – 22:00 – Lækjartorgi
8. Skeggjaða lessan – 22:40 – við Alþingisgarðinn
9. Hjálpum þeim - 22:55 – Geysishúsið*

Allir að mæta og sjá algjört eip!!!!!

* er eitthvað sem ekki má missa af….. bara fyndið!
Samt er þetta allt fyndið….. * er bara extra fyndið!!!!

Skemmtið ykkur öll ógeð vel og sjáumst öll í kvöld!