Ég fór á karlakvöld á Spotlight á föstudaginn og skemmti mér mjög vel og var ánægður með andrúmsloftið og fleira (þó tónlistin hefði mátt vera betri en stanslaus techno lög eins og það væri sama lagið allan tímann)…
Mér leið eins og ég væri á skemmtistað samkynhneigðra í Bandarískri kvikmynd. En málið er að mér finnst sorglegt að það sé ekki til neinn skemmtistaður fyrir homma á Íslandi. Auðvitað er gaman að djamma á “venjulegum” skemmtistöðum en málið er að það er ekki hægt að hözzla á þannig stöðum… svo hvað á maður að gera ? Kaupa miða til London/Amsterdam ? Eða bíða í heilt ár eftir svona karlakvöldi ?
Ég hözzlaði reyndar ekki neitt en málið er að ég vil geta haft þann VALMÖGULEIKA eins og gagnkynhneigt fólk og farið út á lífið og auðveldlega náð að hözzla einhvern. En er hægt að reka skemmtistað fyrir homma án þess að fara á hausinn ? Já ég er pottþétt viss um það.
Tökum Spotlight sem dæmi… Í gamla daga þegar þetta var hommaskemmtistaður þá gekk allt bara ágætlega og var staðurinn víst minni en hann er í dag. En hvað skeður ? Jú að vera gay verður tískufyrirbæri svo það er ákveðið að stækka staðinn og gera hann “gay friendly” stað í stað þess að vera hardcore hommastaður. Til þess að byrja með græða þeir fullt og alltaf er troðið á staðnum, en smátt og smátt missa hommarnir áhugan á staðnum þegar þeir átta sig á því að meirihluti fólks á staðnum eru gagnkynhneigð. Þá nenna þeir ekki lengur að fara hverja helgi eins og áður og á endanum byrjar gagnkynhneigða fólkið að átta sig á því að staðurinn er að breytast í “venjulegan” skemmtistað og missa því áhugan. Þá er staðurinn bæði búinn að missa hommana og fólk sem kom á staðinn til þess að umgangast samkynhneigða einstaklinga.
En málið er að það sem var að virka við karlakvöldið er að það var neytað konum aðgang á staðinn. Það þorir bara greinilega enginn að opna stað þar sem aðeins yrði hleypt inn karlmönnum því þá væri kært fyrir mannréttindabrot og blahblah…
En í alvöru væri það svo slæmt að hafa einn stað ? Eru það eitthvað mikilvæg réttindi kvenna að geta farið inn á staði fyrir homma ?
Ég meina staðir geta valið aldurstakmarkið sjálfir.. t.d. haft 25 ára aldurstakmark þó að samkvæmt lögum á maður að geta komist inn 18 ára gamall. Er það þá ekki mannréttindabrot á öllum 18-24 ára einstaklingum sem vilja komast inn ?
Auðvitað eiga flestir skemmtistaðir bara að vera “venjulegir” eða fyrir allar “tegundir” fólks á öllum aldri. En að mínu mati er bara hreinlega ekkert að því að hafa einn og einn stað fyrir sérstakan hóp af fólki.
Ég væri t.d. ekkert á móti því ef það væri opnað skemmtistað aldraða og það væri neytað öllum aðgangi sem væru yngri en 60 ára.
Allavega það sem ég er að reyna að segja er að miða við hversu vel það gengur með baráttu samkynhneigðra seinustu árin þá finnst mér það vera bara hræðilegt að það sé ekki hægt að hafa einn helvítis stað fyrir homma (og annan fyrir lessur) án þess að hann fari á hausinn eða taki niður gay fánana og breyti staðnum í gagnkynhneigðan stað með stærri markaðshóp.
Bara opna einn lítinn nettann stað sem væri hverja helgi fullur af hommum að skemmta sér :)