Verslunarmannahelgin árið 2003. Sunnudagurinn 3.
Águst. K.A. heimilið á Akureyri.
Dansveisla 360 gráður og Breakbeat.is kynna : Dj Tómas
T.H, Dj Exos og Dj Reyni í K.A heimilinu á Akureyri.
Frá klukkan 23.00 – 04.00. ( Verð kr.1000.)
Exos og Tómas T.H hafa verið að halda 360 gráðu kvöld
á helstu klúbbum Reykjavíkur við góðar undirtektir. Um
er að ræða dúndrandi tæknótóna með rafrænu ívafi þar
sem þeir félagar hafa verið duglegir við að endurlífga
klúbbasenuna á Íslandi.
Næstkomandi Verslunarmannahelgi munu þessir kappar
sameinast Dj Reyni, einum allra færasta drum and bass
plötusnúð landsins, í heljarinar dansveislu í K.A.
heimilinu á Akureyri. Dj Reynir er einn af stofnendum
heimasíðurnar www.Brekbeat.is sem meðal annars stendur
fyrir ótrúlegum drum and bass kvöldum mánaðarlega í
Reykjavík. Hann er auk þess með virkann útvarpsþátt á
Xinu 9.77 og er um þessar mundir að undirbúa ramm
íslenska drum and bass útgáfu ásamt öðrum meðlimum
breakbeat.is.
Það verður semsagt rafmögnuð stemmning á Akureyri um
Verslunarmannahelgina þetta árið í KA heimilinu. Á
sunnudaginn,dúndrandi teknó og hágæða drum and bass
tónlist en hipp hop á föstudeginum með Rottweiler í
broddi fylkingar og Írafári á laugardeginum.