Vinahópur minn fór á djammið síðustu helgi og vinkonur mínar vildi endilega fara inn á Felix. Tvennt af þeim var ekki orðið 20 ára en eiga samt afmæli eftir 2-3 mánuði. Einn vinur okkar labbar á undan okkur og kemst inn án þess að vera spurður um skilríki. Ég stoppa og sýni skilríkin mín og sömuleiðis kærastinn minn. Svo koma vinkonur mínar. Sú sem ekki var orðin 20 ára gengur beint inn eins og vinur minn gerði en þá er hún stoppuð og beðin um skilríki. Hún komst ekki inn svo að þær fóru í burt báðar. Þær hringja stuttu seinna í mig og segja mér frá þessu og ég fer út að hitta þær.
Ég var forvitin svo að ég fór eitthvað að spyrja dyravörðinn hvort að þetta væri ekki í lagi þetta eina skipti og hann neitaði því…þeir nokkrir sem voru þarna. Síðan spyr ég þá afhverju það stendur þá á því að stór hluti fólksins sem væri þarna inni væri á aldrinum 16-17 ára og afhverju þeir hleypa því frekar inn en þeim sem verða 20 ár eftir 1 dag eða eitthvað álíka. “Dagurinn gildir” sagði einn. Annar sagði að ef ég gæti farið niður og sótt eina undir 18 ára að þá myndi hann hleypa vinkonu minni inn. Ég sagði við hann að ég ætlaði ekkert að fara inn og pikka upp stelpu undir aldri og eyðileggja hennar kvöld. Hefur örugglega átt nóg með að redda sér fölsuðum skilríkjum, enda er það þeirra job að spyrja fólk um skilríki. Svo spurði ég þá afhverju þeir væru að mismuna sumu fólki með að spyrja bara suma um skilríki en aðra ekki. Þá sagði einn að þeir sæju alveg hverjir eru orðnir 20 ára og hverjir ekki. Ég benti honum á að hann gæti ekkert sagt svoleiðis þar sem fólk lítur út misjafnlega þroskað. Og þá kom heimsins versta afsökun!….“Við vitum hverjir voru með okkur í barnaskóla” Ha? Fyrirgefðu, en ég þekki þig ekkert rass! Þú varst ekkert með mér í barnaskóla. Já…þessi dyravörður sagði mér hér með að hann þekkti alla krakka 20 ára og eldri um allt land…sem sagt alla sem voru með honum í barnaskóla!
Þessir dyraverðir geta ekki svarað neinu sem maður spyr þá! Geta ekki einu sinni komið með common sence svör! Svo ef þeir geta ekki svarað manni að þá verða þeir pirraðir og hóta að reka mann út.
I´m crazy in the coconut!!! (",)