Þið hljótið öll að muna að þegar að Ódyseifur fór um ókunnug höf þá nennti hann í rauninni engu því að ástin hans var ekki þar. Og fyrir þá sem ekki vita hver hann var þá var hann sendur burt frá ást til þess að leita einskyns, sem var lítilmótlegt. Hann ferðaðist um höf og hafleysur einungis fyrir eitthvert óstjórnlegt ríkisvald í þeim einum tilgangi að finna eitthvað djöfulsins bull.
En hvað kemur svoleiðis djamminu við?
Jú það kemur heim og saman í því að öll förum við á eitthvert djöfulsins djamm. Hvað er djamm? Það er ölvum og það er fágun það er æla og það er eini tjáningarmáti okkar Íslendinga til þess að eignast spennandi maka. Sum okkar bíða hæg og róleg eftir því að djammið skelli á en nokkur af okkur djamma bara og þramma eins og þeim sýnist, sama hvort það er dagur eða nótt og snemmt eða of skjótt við bara hlustum ekki og leytum að löngu seldum draumum.
Skemmtun er í okkar huga eitthvað allt annað en djamm, það er jólaskemmtun, páskagrín, vorhressing eða sautjándi júní. Og einmitt þess vegna erum við alltaf í vinnunni. Við Íslendingar erum alltaf í vinnunni vegna þess að við vitum ekki munin á skemmtun og djammi, eða því mikilvægasta, lífsfyllingunni. Allir hljóta að vera sammála um það að ástin sé mikilvægasta líffærið í okkur öllum en samt tekst engum að finna það og kortleggja.
Við leitum ástar með ranghvolfd augu og vöknum daginn eftir og segjum“ Heyrðu þú ert frábær en ertu til í að fara heim því ég þarf að fara í vinnuna snemma í fyrramálið” Afhverju þarftu að fara í vinnuna? Nú vegna þess að Bossinn minn hann er sofandi heima hjá sér núna og hann er að dreyma um fyrirtækið sitt! Og veistu hvað hann er að dreyma? Nei!
Hann er að dreyma um það að við, allir starfsmennirnir séu mættir í vinnuna og séum öll sest, ógeðslega framagjörn, glöð og happy, og að við séum að leggja hart að okkur til þess að fullkomna drauminn hans.
Svo þegar að hann vaknar þá gerist eitt ótrúlega fyndið og tilviljunarkennt, hann labbar inn í fyrirtækið og segi" Nei mikil lifandi og skelfing ótrúleg tilviljun, ég var einmitt að dreyma ykkur elskurnar mínar, ég var að dreyma ykkur, 800 manns, öll á sama tíma á sama stað, einungis þar til þess að uppfylla minn eiginn draum á með því að mæta í húsið mitt og fullvinna hugmyndirnar mínar á meðan þið gætuð í raun vaknað seint, úthvíld fyrir ykkar eigin hugmyndir. Enginn skyldi hvað hann sagði því allir voru svo uppteknir af því að komast á djammið um helgina og sinna börnum sínum á virkum dögum.
Allt þetta fólk er strangheiðarlegt og tilbúið í allt, bráðgáfað og í raun raunsætt og betra en ég að öllu veraldlegu leyti, en það hlýtur að vera að gleyma því að þegar víkingarnir voru jarðaðir með vopn og gersemar í gamla daga þá var það einungis til skrauts. Öll þau vopn sem við söfnum munu riðga í takt við beinagrindina en sálin og ástin í hausnum okkar mun einungis þroskast í takt við sjálfa sig.
Koss til ykkar allra, mannanna sem ég elska því við höfum val um að kljást við hluti eins og sálina.