Ég skelli þessu hérna inn, kannski í von um viðbrögð (verður sennilega fróðlegt að heyra frá blessuðum karlpeningnum).
Ég er almennt ekki mikil djammmanneskja en ákvað að bregða út af heimasætuvananum í gærkvöldi ásamt systur minni.
Stuttu eftir að við komum inn á vel valinn skemmtistað í miðbænum buðu nokkrir menn okkur að setjast hjá sér. Þeir voru afar
viðkunnanlegir, voru víst einhverjir golfarar að hita upp fyrir ferð um landið. Það var mikið spjallað og kjaftað, og allan tímann allir voða kammó og kurteisir. Þeir gáfu okkur í glas, og ekkert vandamál var í gangi. Það var ekki einu sinni þannig að það væri verið að reyna við okkur, þetta var bara huggulegt spjall.
Svo fer að leggjast ölvun á mannskapinn. JESÚS MINN! Ég segi ekki annað en að íslenskir karlmenn eru eitthvað það alógeðslegasta og viðbjóðslegasta sem fyrirfinnst á jörðinni þegar þeir eru fullir! Guð forði mér frá því að þurfa nokkurn tímann aftur að eignast íslenskan mann!
Það hafði engin rómantík eða viðreyningar legið í loftinu, engan veginn. Svo allt í einu tekur einn þeirra eftir trúlofunarhringnum mínum og spyr mig ofsalega hissa hvort ég eigi mann! Og þegar ég var búin að játa því þá gengu þeir á systur mína með sömu spurningu. Og þar sem hennar svar var jákvætt
líka þá urðu þeir nú heldur en ekki fúlir! Þeir héldu greinilega að bara af því að þeir höfðu keypt í glas handa okkur þá hefðu þeir keypt okkur sjálfar! Allt í einu vorum við bara orðnar ógeðslegar hórur og lygarar sem höfðum verið að pretta “aumingja” mennina til að gefa okkur áfengi!
Auðvitað segir maður ekkert bara NEI þegar manni er boðinn bjór (sjaldan hef ég flotinu neitað), og ég neita að láta koma fram við mig eins og mellu bara vegna þess að einhver kaupir eitt bjórglas handa mér! -Enda fyndist mér það ansi lágur prís, að selja sig fyrir einn bjór. Því síður finnst mér ég þurfa að ganga um með stórt skilti á maganum sem á stendur “ÉG Á MANN!” í hvert sinn sem ég fer í bæinn, bara svo þessir vesalings grasasnar geti “passað sig” á svona snaróðu kvenfólki!
Þetta endaði allt saman í hávaðarifrildi, þeir sögðust ætla að láta dyraverðina vita og láta henda okkur út, nokkuð sem mér fanns svo fáránlegt að ég nennti ekki að svara því einu sinni!
En þeir fóru og töluðu við verðina sem hlógu bara að þeim, sögðu þeim að það væri þeim sjálfum að kenna að vera svona vitlausir! Þá komu þeir til baka og ætluðu að bera okkur út sjálfir, og ég var EKKI mjög kát, þannig að ég sló einn gaurinn utanundir og trítlaði mig svo sjálf út! Þeir ætluðu eitthvað að fara að elta okkur út og “buffa okkur í hakk” eins og þeir sögðu, en dyraverðirnir stoppuðu þá í dyrunum. -Fyrsta sinn sem ég hef séð dyraverði halda einhverjum INNI í staðinn fyrir að henda einhverjum ÚT! (Og ég tek það fram að ég er að tala um menn um og yfir fertugu!)
Jæja, við fórum á næsta stað, þar var vel pakkað af fólki og við fórum að dansa, í góðri trú um að það mætti maður nokkurn veginn óáreittur.
En þarna inni sannaðist enn og aftur það sem ég sagði um íslenska menn, þeir eru SVÍN! Allir káfandi og potandi, á meðan vesalings
túristarnir stóðu þarna með veggjunum svo gapandi hissa að ég er viss um að starfsfólkið á staðnum er ennþá að skafa neðri kjálkann af þeim upp úr gólfunum!
Þannig að um hálffjögur gafst ég upp og fór heim. Að vísu með stuttu stoppi á Hlöllabátum sem ég hefði betur látið ógert, því einn úr þessum sérstaka kynstofni “mannfólks” var eitthvað ósáttur við að ég þyrfti að rétta handlegginn út til að grípa bátinn á lofti í troðningnum þarna, gerði sér lítið fyrir og hrækti í hann! Að svona fólk sé svo flokkað undir homo sapiens er eitthvað sem ég kem seint til með að skilja.
Ég hlammaði mér inn í leigara og skipaði vesalings bílstjóranum (sem því miður fyrir hann sjálfan var karlkyns)að bruna með mig heim, MEÐ HRAÐI! Alveg komin með upp í kok á þessu pakki! -Og já, ég fór heim EIN. Enda kemur mér það ekki til hugar að fara að rústa sambandinu mínu algjörlega með því að draga með mér heim útúrfullan, sennilegast getulausan, ógeðslegan slefandi Íslending! Kemur bara ekki til gærnna greina!
Það að fullorðið fólk fái það af sér að hegða sér svona er svo ofar mínum skilningi að ég sný mér hingað í von um einhverjar hugmyndir!
Nú langar mig að biðjast afsökunar á alhæfingunum í þessu innleggi mínu (Gummi Jóns, ég er ekki að tala beint um þig),
ég geri mér jú fyllilega grein fyrir því að ekki eru ALLIR íslenskir karlmenn viðurstyggilegar rottur, en eftir svona lífsreynslu þá situr það afar fast í manni.
Ég þakkaði mínum sæla þegar ég kom heim, fyrir að hafa verið minnt á ástæðuna fyrir því að mér leiðist miðbær Reykjavíkur um helgar!