JÆJA….. nú er kominn föstudagur….ég lét mömmu og pabba bara vita að ég ætlaði að fara í partý íum kvödið og sagðist bara ekki ætla að gera neitt af mér og sagði að ef þau treystu mér mundu þau leyfa mér að fara….ég mundi koma heim á þá skikkanlegum tíma!!! okei, ég mátti fara þar sem þau sögðu 100 sinnum að þau treystu mér!!! Við vinkonurnar erum svo búnar að vera að plana þetta…ég reddaði manneskju til að vinna fyrir mig í kvöld og það tók klukkutíma (ég átti að vera að vinna)og allt var bara í góðu, búin að lána vinkonunni föt og hún mér og okkur hlakkaði geðveikt til. Nú, er þetta ekki einum of einfalt??? Ójú!!! Í gærkvöldi (fimmtudag) segja foreldrar mínir að þeir ætli að hringja í foreldra vinkonu minnar og tala við þá hvort þetta sé nokkuð foreldralaust og hvort þau hafi ekki umsjón með þessu! ÉG VAR NÁTTRÚLEGA ALVEG BARA:“EHH, NEEEI, ÞAÐ VERÐA ENGIR FORELDRAR, ÉG MEINA ÞETTA ER PARTÝ”. Og þá segja mamma og pabbi við mig að ég fari ekki rassgat, ég verði bara heima og ég er búin að fórna vaktinni sem ég hafði í kvöld og hlakka SVOOOO mikið til!!!
Ég meina, þó ég sé bara 15, þá getur ekki verið að fullorðið fólk MEGI koma svona fram við okkur!!! bara getur ekki verið! ÞARNA VAR ÉG SVIKIN ILLA!!! ég ætlaði í hundraðasta sinn að fara bara e-ð burt og koma aldrei aftur, og þau sáu að mér var alvara þetta sinn, svo pabbi tók upp símann og sagðist hringja á lögguna!!! ég var svo brjáluð og spurði hvort þau vildu að ég dæji bara úr leiðindum???? Hvort þau vildu að ég dæi einsömul og vinalaus og að mín sé minnst sem stelpunnar sem mátti ekki fara í partý! Þá voru þau rosaleið og sögðu:“æjj, elskan mín!!! Fyrirgefðu, við skulum bæta þetta” ÉG VAR ALVEG JIBBÍ, ÉG FÆ AÐ FARA!!! en þá sögðu þau bara, nei við vorum nú bara að hugsa um að skella okkur í bíó með þér!!! frekar dey ég!!!
en þetta er vandamálið, ég hef verið alveg heiðarleg frá upphafi og aldrei sagt neitt rangt, þótt ég hafi sleppt að segja strax að þetta væri án eftirlits (ég meina segjir sig sjálft…PARTÝ)og þau segja að ég megi fara, en svíkja það!!! Ég get ekki laumast út, þau mundu fatta það undir eins, og hringja á lögguna sem mundi skemma partýið, og ef ég segji bara ég er farin þá hringja þau bara líka á lögguna!!! það er ekki neitt sem ég get gert!!! í alvöru ég hefði bara átt að ljúga frá upphafi, bara segjast ætla að hafa kósý vídjókvöld með vinkonunni og segjast ætla að koma heim kasski um tvöleytið eða bara gista þar, og bara fara og gera mig reddí hjá henni,og þá væri ég líklega á leiðinni þangað og gæti farið á feitasta fyllirí ever, en ég hef ekki áhuga á því (ég er ekki að missa af neinu, audda vil ég frekar ná langt í íþróttinni minni en e-ð sem varir eitt kvöld) en af því að ég var heiðarleg, sagði að ég ætlaði í partý og viðurkenndi að það væri foreldralaust, þá mun ég sitja ein heima í kvöld!!! HEIÐARLEIKI ÞARF GREINILEGA EKKI ALLTAF AÐ VERA BESTUR!!!! FYRIR MINN HEIÐARLEIKA MUN ÉG DEYJA (eða e-ð þannig)!!!
KÆRAR ÞAKKIR TIL YKKAR ALLRA, ANYWAYS!!! :*
Rolling Stones sögðu það best þegar þeir sögðu “You can't always get what you want”.
“Ég meina, þó ég sé bara 15, þá getur ekki verið að fullorðið fólk MEGI koma svona fram við okkur!!!”
Það ekki bara má, heldur Á að koma svona fram við ólögráða ungmenni. Þetta heitir ábyrgðar- og samviskusemi (eitthvað sem vantar í mörg ungmenni).
“ég var svo brjáluð og spurði hvort þau vildu að ég dæji bara úr leiðindum???? Hvort þau vildu að ég dæi einsömul og vinalaus og að mín sé minnst sem stelpunnar sem mátti ekki fara í partý!”
Væri ég foreldri þitt hefði ég líklega brosað (glott jafnvel) þarna og bent þér á að þú ert aðeins 15 ára gömul (með fullri virðingu) og eigir því allt lífið framundan. Það að missa af einu ómerkilegu partýi er ekki heimsendir. Það verður nóg af partýjum í framtíðinni og ég þori líka fullyrða að þau verði mun skemmtilegri.
“þetta væri án eftirlits (ég meina segjir sig sjálft…PARTÝ)”
Segir það sig sjálft þegar um er að ræða krakka sem hafa ekki náð lagalegum aldri til að taka ábyrgð á gjörðum sínum? Það finnst mér ekki og eiginlega langt frá því.
Mig langar að benda þér á að í barnaverndarlögum, 92 gr., stendur:
“Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.”
Þannig að þú sérð að foreldrar þínir eru nú þegar að brjóta lög til að þóknast þér. Hversu miklar kröfur telur þú þig geta gert til þeirra? Þú býrð í ókeypis þeirra húsum, færð frítt að borða, borgar ekki fyrir notkun á rafmagni, hita og sjónvarpi (þrátt fyrir að nota það eflaust) ekki satt? Mér finnst þú ekki hafa rétt á öðru en að fara eftir því sem þau segja, svo vita þau pottþétt betur.
Góðar stundir.
0
Tactik:
Mikið rétt hjá þér…
Hunang:
Ég var einu sinni fimmtán ára og ég veit hvernig þér líður en í alvöru þá eru foreldrar þínir ekkert það strangir ég meina ég mátti bara vera til ellefu í partýum minnir mig..
En yfirleitt mátti ég fara í allt svona dót ég mátti meira að segja fara í bæinn ef ég var komin heim fyrir eitt. En þau gerðu aldrei neitt í því ef ég kom seint heim.. En í alvöru mundu bara að þetta líður hjá, en njóttu nútímans og þú verður einhvern tímann sjálfráða hafðu ekki áhyggjur
kveðja missmilla
0