Það eru mörg áhugamál stunduð í heiminum, og fá eins göfug og bjórtappasöfnun. Á þessari síðu er eitt eigulegasta safnið á netinu sem ég hef fundið; þar eru sýndir yfir 3000 mismunandi tappar, og þeim fjölgar ört. Skoðið líka linkana, þarna er að finna Hollenskan flöskusafnara sem á þennan líka gullfallega Víking bjór í safninu :)

http://www.beer.itc.ru/

Annað mál:
Fyrir nokkru var sýnt frá Íslenskri bruggverksmiðju í Rússlandi í fréttatíma stöðvar 2 (eða Íslandi í dag). Þessi verksmiðja þótti til fyrirmyndar á allan máta, og þá var bjórinn þeirra talinn einstaklega góður. Nú var ég að reyna að finna nafnið á þessum bjór, en get engan veginn munað það. Eru einhverjir minnisbetri en ég þarna úti?