Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið óþolinmótt og ótillitssamt við barinn. T.d. ef barinn er fullur af fólki og 2 barþjónar að vinna þá nottla sér maður ekki hver var að koma og hver kom aðeins á undan honum svo maður segir ,,hver er næstur´´ og þá koma þrír og segja ,,ég mar, é´r búnað bíða í allavega hálftíma(sem útlegst sem mestalagi 5 mín. sver það!)ég er sko næstur´´ svo maður afgreiðir hann en þá kemur annar og segir helvítis mar ég er sko búin að bíða lengur þetta er sko ömurleg búlla og léleg þjónusta og bla bla bla og fer svo og segir vinum sínum að það sé ömurlegt á tilteknum stað og það smitar útfrá sér! En ég sver það barþjónar(lang flestir) eru að reyna að vera sem fljótastir og eru ekki með neitt persónulegt á móti einum eða þessháttar. En við erum ekki í banka svo það eru engin númer! en ef það yrði sýnd þó ekki nema smá þolinmæði og kurteisi væri allt svooo frááábært!!! Ég veit samt að við erum á Íslandi og erum Íslendingar!!

Smá spegúleringar
kveðja Indiana