Dagskráin sem er gefin út á netinu er bara dagskrá fyrir fjölskyldufólk, börnin og sjónskerta,heyrnalausa og/eða vængefna.
Þetta lýtur vonandi betur út fyrir yngri kynslóðina;
Fimtd: Komið ykkur fyrir á tjaldstæðinu. Opnið bjór og grilliði humar, seinna um kvöldið er svo dj Skuggabaldur á Víkinni. Svo verður án efa djamm fram eftir nóttu.
Föstd: Eftir erfiða Fimmtudagsnótt vakniði uppúr 17:00 og skellið ykkur á hverfahátíð, þar sem þú getur svo opnað afréttaran, og fáið ykkur humar.
Gerið ykkur svo fín fyrir setningu humarhátíðar þar sem hæstvirtur sjávarútvegsráðherra setur hátíðina kl 20:00 að staðartíma. Núna er komin tími á að auka bjórflæði líkamans, gjöriði svo vel að veltast um svæðið til 22:30, þá byrjar ball með í svörtum fötum á bryggjuni og er til 02:30, nú… ef þú kúkar á það, skaltu fara á ball í íþróttahúsinu með hipp hopp grúbbíuni Á móti Sól. Ef þetta er of mikið fyrir þig þá spila Skyggni ágætt í pakkhúsinu… Þegar þessu öllu yfir líkur áttu að vera nær dauða en lífi af öldrykkju. Þá skaltu skríða á tjaldstæðið þar sem safnast saman hundruðir manns og skiptast á bjórsopum. Vinsamlegast syngið með.
Lögard: Núna taka FM-hnakkarnir öll völd, því summardjamm FM verður á Humarhátíð. Fyrir ykkur sem fenguð ykkur spítt, kókaín og/eða annan vímugjafa skuluð hafa það hugfast að kl: 09:00 verður haldið Humarhátíðar mót í golfi.
Kl 14:30 verður nú sitt lítið af hverju. Ásta úr ástu og kela verður með Uppistand og ætlar að sýna breakdans á Hátíðarsvæðinu, Þungarokk hljómsveitin Oriana tekur vel valin lög og hið svínvinsæla Kúadellu-lottó er á sínum stað.
Kl 16:00 taka hnakkarnir öll völd á svæðinu, Fear Factor keppni Fm957 verður og Dj Þröstur 3000 þeytir skífum (lang fram á nótt?).
Kl 21:00 verður svo Helga Braga (bumbubanin) með uppistand og þá verður kátt á hjalla.
Kl 22:00 verður svo ball með Tríó.is í pakkhúsinu svo er hinn geypilega flugeldasýning kl 23:00 og samtímis ætlar Geirmundur Valtýrson að trylla lýðin á Víkinni. Klukkutíma seinna ætla svo strákarnir í Í svörtum fötum að halda ball í Íþróttahúsinu, ölvun er vel þegin takk fyrir. Þröstur 3000 gerir lýðin trilltan. Svo drífa sig allir í Partí, niðrá tjaldstæði eða hefja eyðilegginga starfsemi. Þeir sem gista ekki fangaklefa lögreglunar munu skemmta sér óborganlega, garentíd! Upphitunin fyrir Eyjar verður á 10 ára afmæli Humarhátíðar á Hornafirði.
P.s. Þið eruð lélegir ökumenn ef þið eruð 5 tíma á Hornafjörð frá Reykjavík.
í dagskránna eru ekki tilgreind slagsmál, eiturlyf og annað sem telst ekki við hæfi.