Mig langaði bara að gá hvort ég væri sú ein um það að það ættli að lækka lögaldur á áfengiskaupum allavega niðrí 18 ára eða yngri.
Sko málið er að unglingar nútildags geta auðvitað ekki keypt áfengi
(nema það kaupi einhver fyrir þá) þannig að þeir eru að drekka sig fulla af landa sem er ennþá verra því landi getur verið mjög hættulegur ef hann er ekki rétt bruggaður.
Frænka mín býr í Danmörku og þar er aldurstakmarkið 16 ára og unglingar það kunna miklu betur að fara með áfengi þeir eru ekki að drekka sig pissfulla af einhverjum landa heldur fara bara í ríkið og kaupa sér bjór og svona.
Svo er náttúrulega miklu meira sepnnandi að drekka afþví að það er bannað!
Maður þarf bara að vera 18 ára til að geta keypt tóbak sem er miklu verra fyrir heilsuna og milu meiri líkur á að vera háður því heldur en áfengi.