Ég verð að fá að segja eitt um dyraverði, ég er ekki að tala um alla dyraverði en það eru margir svona.
Ég og kærastinn minn vorum að bíða í biðröð á Sportkaffi og ekkert mál með það, það var alveg geggjuð biðröð og viðstóðum bara og spjölluðum saman. Svo vorum við komin fremst og það var byrjað að hleypa inn og þá byrjuðu allir að troðast þannig að kærastinn minn komst framhjá keðjunni en ég var eftir. Hann spurði dyravörðinn hvort að það væri ekki í lagi að ég fengi að koma inn af því að ég væri kærastan hans. Dyravörðurinn sagði nei það er ekki í lagi og þá ætlaði að kærastinn minn að fá að koma aftur yfir til mín af því að keðjan var að skerast inn í magann á mér og það var stutt síðan að ég átti barn. En þá klikkast dyravörðurinn, tekur hann hálstaki og snýr hann niður og heldur honum niðri og segir ætlar þú að vera rólegur og haga þér. Það voru fullt fólki þarna sem sáu þetta og áttu ekki til orð, kærastinn minn var ekki með nein læti, vildi bara fá að komast aftur í röðina til þess að bíða með mér. Kærastinn minn var marinn á hálsinum lengi vel á eftir.
Eins var þetta svona á Glaumbar, þar var bróður mínum hennt út af því að vinkona hans fór inn á karlaklósettið til þess að míga, það kom bróður mínum ekkert við hann stóð bara þarna í rólegheitum og beið eftir að röðin kæmi að sér. Nei nei þá kemur einhver 18 ára dyravörður og segir honum að drulla sér út, bróðir minn segir að hann ætli að fá að míga fyrst svo að hann geri bara ekki í brækurnar en nei nei, dyravörðurinn tekur hann bara hálstaki og labbar með hann svoleiðis niður allar tröppurnar og bróðir minn náði ekki andanum á meðan.
Voðalega finnst mér skrítið að sumir dyraverðir ofmetnist þegar þeir fara í úlpu þar sem stendur dyravörður aftan á. Er þetta svona cool að þeir ráða ekki við sig fyrir töffaraskap eða halda þeir að þeir séu bara orðnir Guðir um leið og þeir skella sér í úlpuna?
Ég veit líka um fullt af dyravörðum sem eru algjörar perlur. Mér finnst bara svo ömurlegt að vera að ráðast á fólk sem hefur ekki gert neitt bara af því að dyravörðurinn er í vonduskapi.
Enda eftir þetta þá höfum við aldrei farið aftur á Sportkaffi, eins og okkur líkaði vel við þennan stað að þá látum við ekki koma svona framm við okkur, þetta hafði verið skiljanlegt ef hann hefði gert eitthvað en ekki svona að ástæðulausu.
Kveðja
HJARTA