Fyrir djamm á Íslandi eru óhætt að segja að sumarið sé tíminn. Yfir sumarmánuðina er léttara yfir landanum og töluvert meira af skemmtunum í boði. Það sem að er einna best við sumarið er hvað það getur verið gaman að kíkja út á fimmtudagskvöldum.
Þó svo að margir eflaust halda því fram að íslensk klúbbamenning sé á undanhaldi, þá stendur þó langlífasta klúbbakvöld borgarinnar ávalt fyrir sínu. Brekbeat.is klúbburinn hefur verið starfræktur mánaðarlega undir formerkjum breakbeat.is í 3 ár en á rætur sínar að rekja enn fleiri ár aftur í tímann. Klúbburinn hefur verið starfræktur á virkum dögum frá upphafi og getur verið einstaklega skemmtilegt að kíkja, fá sér einn tvo kalda og dilla sér við tóna breakbeat og drum & bass tónlistar, já og eða stíga trylltan dans.
Næstkomandi fimmtudag er klúbburinn með kvöld á skemmtistaðnum Vídalín. Má þar sjá bakvið spilaranna fastasnúða Breakbeat.is þá Reyni og félaga en gestasnúður kvöldsins er enginn annar en gösögnin Grétar G.
DJ Grétar ætti að vera öllum þeim sem stunda “djammið” vel kunnugur enda einn ástsælasti plötusnúður landsins. Hann hefur leikið fyrir dansi á fjölmörgum ódauðlegum kvöldum allt frá gullöldinni á Rósenberg kjallaranum til Elektrólux- nútímans þar sem að hann hefur spilað við hlið margra heimsfrægra skífuskankara.
Kvöldið á fimmtudaginn er eins og fyrr sagði á fimmtudaginn kemur, 5 júni og stendur frá kl 21 til 01. Og til þess að komast inn um hurðina þar maður að hafa náð 18 ára aldri og reiða fram einn fimmhundruð kall, alltaf ódýrara en í bíó. Mig langar að hvetja alla sem að hafa gaman af drum’n’bass, breakbeat og danstónlist almennt að kíkja og upplifa smá stórborgarstemningu í smáborginni okkar – Reykjavík.