það er að sjálfsögðu einstaklingsbundið hvort mar geti skemmt sér edrú eða ekki og líka eftir aðstæðum. Ég get yfirleitt ekki skemmt mér edrú, en hef svosem gert það nokk sinnum. Málið er að flestir skemmta sér öðruvísi fullir en edrú. Svo losnar mar líka ALVEG við feimni þegar mar er fullur og allur sá pakki. Ég er reyndar ekki feiminn maður en samt, eitthvað er til af henni hjá mér og þegar ég er fullur, þá veit ég ekki hvað það er. Fólk er misjafnt einsog það er margt. Sumir vilja áfengi aðrir ekki, sumir stundum og svo fram eftir götunum.
Skólaböll geta oft verið skemmtileg og líka leiðinleg. T.d. á peruballi vma þar sem sálin lék fyrir dansi, leiddist mér stóran hluta af ballinu, ég var fullur en samt ekki um of og þessi óænægja endurspeiglaðist af þessum hálfvitadyravörðum einsog haffa löggu og asnalega bróðir hanns, þó að flestir aðrir sem vanari eru dyravörslu hafi staðið sig með prýði. Þar voru menn lamdir af dyravörðum og bla bla (kominn útí allt aðra umræðu ;) þessi óánægja mín var ekki af völdum því að ég var ekki nógu fullur, heldur dyraverðirnir.
Leyfum drykkju á skólaböllum og komumst hjá mörgum vandræðum, önnur vandamál vera örugglega ekki til, því það hefur sannað sig að á öllum öðrum að skemmtistöðum að það er í fínu lagi af fólk hafi brór við hönd og tjilli, það er líka hugmynd margra um skemmtun, að sitja á dátanum og sötra bjór, sjálfum finnst mér það fínt og ef skólaböll væru svoleiðis væru þau eflaust skemmtilegri. Til að það myndi ganga þyrfti dagskráin að vera sniðin að nemendum skólans, t.d. eitthvað sem tengist skólanum og því svo að þessi skólaböll myndu ekki draga að sér fólk sem fer á venjuleg böll, heldur einungis nemendur, eða fólk frá 16-20.
Takk takk