Revolutions #1: Graham Gold & Sarah G. Á föstudagskvöldið næstkomandi verður þetta fyrst kvöld Revolutions haldið á Gauknum með pompi og prakt.
Dj-arnir sem framm koma eru ekki af verri endanum, Dj Sarah G. verður fyrst til að spila milli kl 0:00 og 3:00, en þeir sem fóru á Mania Express #1 kvöldið ættu að kannast við hana. (Og þar sem ég var þar þá mæli ég eindregið með henni, hún var mjög góð, spilaði svona progressive trance músík og gerði það líka svona andskoti vel:) ).
Stjarna kvöldsins verður svo Dj Graham Gold.
Graham er fæddur árið 1954 í London, þar af leiðandi 49 ára og er enn resident á Peach í London og hefur verið það í ein 6 ár. Hann spilar einnig reglulega á Miss Moneypenny's, Clockwork og Sundissential.
Að Bretlandi frátöldu hefur hann spilað í Sydney, Perth, Auckland, Wellington, Jo'Berg, Cape Town, Durban, Jerúsalem, Tel-Aviv, Toronto, Los Angeles, Dubai, Malta, Mallorca, Íbíza, Kýpur, Krít, Rhódós, Haifa, Vancouver, San Francisco, Kuala Lumpur, Tokyo, Shanghai, Singapore, Honk Kong, Abu Dhabi, Bahrain, Finnlandi, Danmörku, Möltu, og nú Reykjavík.
Á hverjum mánudegi milli kl 20 og 22 spilar hann í þættinum “Kiss 100 London” þar sem hágæða progressive house fær að hljóma.
Einnig hefur hann komið framm á flestum af þessum stóru hátíðum sem haldnar eru ár hvert, svo sem: Homelands, The Love Parade, The Essential Festival í Brighton og Glastonbury og á Overseas hátíðinni svo eitthvað sé nefnt.

Eitthvað um Söruh G. :
Hún er fædd og uppalin í Birmingham í Bretlandi en þar vann hún einmitt í fyrsta skipti í klúbbi, Ministry of sound, en aðeins á bakvið barborðið, en þannig fékk hún áhuga fyrir plötusnúðavitleysunni. Árið 1997 álpaðist hún svo einmitt útí búð og keypti sínar fyrstu vínyl plötur og hóf að æfa sig.
Eftir 6 mánaða stanslausa æfingu, læst inní herbergi, var hún farin að spila á giggum í miðhéruðum Englands og var engu líkara en hún væri undir miklum áhrifum frá Scott Bond og Tony De Vit.
Fyrir enda ársins var hún búin að spila á stóru giggi á Flashback á the Que Club og fékk hún einmitt sitt fyrsta residency á Lovesexy á Baker´s eftir þetta kvöld, þar sem hún spilaði á móti Lisu Lashes.
Árið 1999 lennti Sarah í 2. sæti yfir vinsælustu dj-a í tímaritinu Mixmag, sama ár fékk hún svo residency á Forbidden í Leicester. Fyrir árið 2000 varð hún einnig í öðru sæti í Mixmag og eftir það var birt í sama blaði 3ja síðna grein um hana.
Eftir þetta varð hún svo resident á Sundissential, mánaðarlegur resident á Republica (Baker's) og Oxygen í Edinborg, sem bauð henni residency eftir aðeins eitt skipti þar.
En tónlistin sem hún spilar er allt frá djúsí húsi yfir í træbal trommutakt og trans.


Gaukurinn opnar kl 23:30 og er opið til 06:00.
Miðaverð er kr 1500 við hurð.
Gógó dansararnir verða á sínum stað og ýmsar óvæntar uppákomur.

Vonast til að sjá sem flesta þar enda er ég hrædd um að þetta verði massa kvöld :)

kv,

LadyJ