
Ministry of Sound hófu klúbbaferðir fyrstir allra árið 1992 þegar þeir ferðuðust á milli klúbba í Bretlandi með nýstárlegum hljómi og stíl. Frá þeim tíma hefur samsteypan ferðast um heimin við gífurlegar vinsældir hvar sem þeir koma. Á síðasta ári settu Ministry of Sound upp 200 kvöld í 30 löndum fyrir um 1 milljón gesta. Ministry of Sound kemur með sína eftirsóttu danstónlist og stemningu sem er löngu orðin heimsþekkt.
The Disco Brothers eru einstakir og fjölbreyttir plötusnúðar sem spila; trance, techno, progressive, break og eru frábærir í að blanda þessu saman í gríðalega stemningu. Eftir 9 ára feril saman hafa þeir slegið í gegn hvar sem þeir koma.
DJ Sammy er vart nauðsynlegt að kynna. Undanfarin ár hefur verið mjög erfitt að bóka hann á skemmtanir. Hann hefur selt 8 milljónir platna í Evrópu og hefur átt 3 lög sem hafa farið í efsta sæti um allan heim. Hans helstu lög eru “Heaven” sem er gamalt Bryan Adams lag í nýjum búningi. “Heaven” fór á toppinn um allan heim á síðasta ári og var án efa vinsælasta lag útvarpsstöðva á Íslandi á síðasta ári. Nýjasta lagið hans er “Boys of Summer” sem fór í toppsæti flestra útvarpslista í heiminum..
DJ Sammy er fæddur og uppalinn á Maljorca og kemur með heita suðræna stemningu með sér til Íslands og alla leið á Broadway.
Frekari upplýsingar fást á www.ministryofsound,com og www.dreamworld.is