Flestir tengja djamm á einn eða annan hátt við miðbæinn. OK það er óneitanæega oft mikið fjör og meiri líkur á því að maður hitti þar einhvern sem maður þekkir, en t.d. uppi í breiðholti. En er ósjálfrátt skemmtilegast þar?

Ég er nú svona “djammtýpa” (eða hvað það er nú kallað í dag). En ég þarf ekkert endilega að vera niðri í miðbæ til að djamma. Núna nýlega var ég að djamma inni í indjánatjaldi á austfjörðum, með varðeldinn í miðjunni og sungum “fyllerísöngva” (kötukvæði, þórsmerkurljóð o.fl.). Um áramótin vorum við vinahópurinn bláedrú með gos og nammi heima hjá einum þeirra að spila nýja trivial pursuit (eða hvernig s.s. það er nú stafað (trivjal persjút)). - Svo er það nátturlega alltaf aðeins skemmtilegra þegar maður vinnur ;-) Og milli jóla og nýárs var ég í fertugsafmæli þar sem maður þandi út raustina við undirspil harmonikku. Það var alveg meiriháttar. Það var enginn að spá í því hvernig fólk var klætt og allir voru bara þeir sjálfir.

Einu skiptin sem maður heyrði minnst á útlitið, var þegar manni var hrósað (gott að fá að vita að allir klukkutímarnir sem fóru í það að sauma jólakjólinn voru ekki til einskis).

Helsti ókosturinn var sá að manni leið ekki eins vel daginn eftir því að bollan leyndi víst aðeins á sér :-S

Svo finnst mér líka bara miklu skemmtilegra í partíum, heldur en niðri í bæ (hvernig sem stendur á því) og “fylliríin” sem standa uppúr hjá mér eru einhver útilegu fyllerí þar sem einn er með gítar og hinir syngja við opinn varðeld og sykurpúða (ef fyllerí skyldi kalla, yfirleitt hætti ég eftir 3. eða 4. bjórinn og er þá bara orðin létt).

Ég veit ég er stórskrítin, en ég er ekki á því að fara að breytast þannig að fólk verður bara að elska mig eins og ég er :-)

Luv,
Fairy