Ég bara skil ekki fólk sem fer út að skemmta sér og getur ekki gert það án þess að drekka. Ég meina kommon það kostar morðfjár þú ælir og líður illa daginn eftir, veist ekkert hvað þú gerðir síðasta kvöld og ert algjör ræfill daginn eftir.
Fyrir þá sem eiga börn þá eruð þið ekkert góð fyrirmynd heldur.
Hvað hendir börnin síðan? Jú þau fara að drekka og þið farið að skammast í þeim því þau eru of ung en hverjum er þetta eiginlega að kenna, jú foreldrum sem eru léleg fyrirmynd.
Ég legg til að allir prufi að fara eina helgi út að skemmta sér án þess að drekka.


Steinia
(á móti drykkju)
Kv, Steini