Það er nú samt skárra en hérna áður fyrr þegar aldurinn var 16-17-18-20. Þá var það ósamræmt og í raun var maður í fjögur ár “fullorðin manneskja” í réttarstöðu barns. Maður fékk allar skyldurnar, án nokkurra réttinda. Sakaskrá, skattar, skyldusparnaðurinn sem var og hét o.s.frv. án þess að mega keyra bíl, eiga nokkrar eignir, kjósa, kaupa áfengi (að vísu var tóbakið í 16 árum þá), tekin af manni félagsleg aðstoð ef heimilisaðstæður klúðruðust, án lánstrausts, án debet/kredidkorta, eða eins og ég sagði án allra réttinda sem fylgja í rökréttu framhaldi af auknum skyldum. Algjörlega í lausu lofti.
Þetta er ennþá alveg fáránlegt, en þó skárra en það var. Vonandi batnar það enn meira og þetta verður sett á sama aldurinn allt. Ég vil meina að það eigi að setja öll réttindin + skyldurnar sem fylgja því að vera lögráða einstaklingur á sama árið: 18. Bílprófið líka.