Góðan dag :)

Núna er nýyfirstaðið Elektrolux #12 sem fór fram að venju á gauknum.
Stjarna kvöldsins átti að vera Sander Kleinenberg sem því miður forfallaðist á síðustu stundu þannig það var ákveðið að lækka aðgangseyrinn úr 1.500 kalli í 1000 kall og létu fólkið vita í miðasölunni að kappinn væri veikur og myndi ekki sjá sér fært um að mæta.

Maður var svona hálfefins en stappaði sig í stálinu og lét vaða þar sem að missa af elektrolux kvöldi er ekki standard viðburður hjá mér :D

Mætti um 1:30, þannig rétt missti af þegar fíknó var með einhverja handtöku á staðnum, en my god .. hef aldrei séð jafnmikið af “undercover” löggum á einum skemmtistað í einu, þannig það var svona ákveðið “tensions” í loftinu :)

En anywho ..
Grétar G. átti upphaflega bara að hita upp en þar sem Kleinenberg forfallaðist tók hann að sér að spila út allt kvöldið og skilaði því frá sér eins og sönnum snilling sæmir.

Eina settbackið var að fólk fór dáldið snemma, þ.e.a.s gólfið var frekar þétt allveg til rétt fyrir 5, þá byrjaði fólk að tínast í burtu en mar að sjálfsögðu var eftir þar til ljósin voru kveikt eins og sönnum karlmanni sæmir! :D

Þannig mjög vel heppnað kvöld þrátt fyrir að aðalstjarnan forfallaðist :)
Addi