ICE VENTURA / PPK 25 Jan Gaukurinn
Ice Ventura er það nýjasta úr hugmyndasmiðju Dreamworld gengisins . Og hugmyndin á bakvið era ð geta boðið útlendingum upp á Icelandic night adventures jafnvel sem íslendingum upp á frábær party með rjómanum af íslenskum og erlendum DJ´s. Ætlunin er að hafa eitt kvöld í mánuði á einum elsta og virtasta músíkklúbbi bæjarins, Gauk á Stöng. Gaukurinn hefur látið koma fyrir nýju soundsystemi ásamt nýjum og bættum ljósabúnaði. Svo að bakgrunnurinn gæti ekki orðið betri.

Á fyrsta kvöldinu bjóðum við upp á DJ Ingva, sem er einn af þeim bestu ungu upprennandi DJ´s sem Ísland hefur upp á að bjóða.

Frá Rússlandi kemur svo hinn frábæri PPK (DJ Pimenov) sem hefur heldur betur getið sér nafn á heimsvísu. Árið 2001 bauð Paul Oakenfold honum samning við labelið sitt, Perfecto Records. Síðan hefur leiðin aðeins legið upp á við. 8.nóvember 2001 er ResuRection fyrsta rússneska smáskífan til að komast inn á A-list rotation á BBC radio 1. 26.nóvember er smáskífan síðan gefin út í Evrópu og Bandaríkjunum. Í framhaldi af því flýgur hún beint í 3.sæti breska danslistans og er þar með orðinn frægasta smáskífa sem fyrr eða síðar hefur verið gefinn út af rússneskum DJ.

Ice Ventura, Nordic dreams, verður haldið á Gauk á Stöng laugardaginn 25.janúar. Húsið er opið frá 23.30 til 06.00, miðaverð er 1800kr.