,,hvaða vitleysa" hugsaði ég og ákvað því að vera edrú þessi áramót þar sem öll hin áramótin eyðulögðust svona fyrir mér og ætlaði bara að kenna drykkjunni um að þau hefðu verið misheppnuð……
well kvöldið byrjar þegar fjölskyldan er á leiðinni í matarboð. Ég var ekki alveg búin að klára allt sem að ég þurfti að gera þannig að ég sagði þeim að fara bara á undan mér þar sem að ég myndi bara koma mér sjálf á staðinn… neinei ég var svo upptekin að þegar það voru 10 mínútur í það að maturinn byrjaði þurfti ég í örvæntingu að taka leigubíl….
Klukkan er orðin 00:15 og tími til kominn að kveðja fjölskylduna og drífa sig. ÉG var sótt af vinkonum mínum og einum félaga, þær voru strax byrjaðar að drekka. Við vorum að fara í fyrirpartý niðri í bæ, en þegar við komum þangað var enginn þar því að allir voru á leiðinni, við komum of snemma. Jæja félagi minn kom og sótti okkur og keyrði okkur á Broadway þar sem að við ætluðum að eyða kvöldinu. Þegar við vorum eiginlega nýbyrjaðar að dansa og búnar að hitta vini okkar heyrum við glerhljóð eins og einhver hafi þrykkt glerflösku í vegg og hún smassast… en neinei þetta var enginn veggur heldur andlitið á vinkonu minni…ég sé að hún heldur fyrir andlitið og ég er fljót að skella hendinni undir augað á henni því að ég hélt að þetta hefði farið í augað á henni. ég reyni að koma henni af dansgólfinu vegna þess að hún sá ekki neitt. Þegar við erum komin inn í dauðaherbergið svo kallað kemur fólk á móti okkur og tekur við henni. ég tek hendurnar af andlitinu á henni og þá eru þær fullar af blóði og ég er öll út úr skorin á höndunum. þegar við fórum og skoðuðum anditið á henni sáum við að hún var gjörsamlega öll út í skurðum og er með risastórann djúpann skurð rétt fyrir neðan auga, við héldu að það hefði farið inn í augað á henni og það sást strax að það þyrfti að sauma þannig að við fórum upp á spítala með hana og eyddum þar einum og hálfum klukkutíma í að láta sauma hana og svona. þetta var eins og í hryllingsmynd þegar hún tók hendurnar frá því að blóðið lak alstaðar og alveg niður altt andlitið á henni go niður brjóstin. Við ætluðum nú ekki að láta þetta stoppa okkur þannig að við drifum okkur aftur á Broadway. vinkonan gat nú ekki mikið dansað.
við vorum ekki búnar að vera lengi inni þegar það er sprengd stór sprenja og geti'ði hvað? hún springur beint á mjöðminni á mér og ég er með risastórann marblett þar og gat varla gengið. eftir kvellinn heyrði önnur vinkona mín ekkert með öðru eyranu, hún settist síðan á tyggjóklessu og var heillengi inni á baði að reyna að ná því úr buxunum. þegar hún labbar svo út af baðinu var e-h fullur gaur sem skallar hana óvart. þegar við ætlum svo að labba aftur inn á dansgólf er kastað annari sprengju og lendir hún beint fyrir framan okkur. þá gafst ég upp og neitaði að dansa á dansgólfinu vorum bara niðri fyrir framan að dansa þar=) þegar við fórum loks út af Broadway hitti ég vinnufélaga minn og hann spyr félaga sinn hvort að þeir geti ekki skutlað okkur niður í bæ. Gaurinn sem var með vinnufélga mínum er stórfurðulegur ef ekki geðsjúkur. við löbbum að bílnum og þá þykist hann ekki vera með lyklana og e-ð þannig kjaftæði til að reyna bögga okkur öll.. þegar hann opnar loksins bílinn eftir þennan leiðindar brandara, sem honum fannst rosalega fyndinn fórum við inn í bílinn og ætluðum að leggja af stað en nei nei þá komum við honum ekki í gír og vorum í klukkutíma að koma honum í gang. Þegar við loks leggjum af stað keyrir hann bara á 120 og stoppar ekki á rauðuljósi og þá fékk ég að vita að maðurinn væri fullur…. hann hægði ekki á bílnu fyrren að við vorum komin einhvert upp í Kóparvog… þegar ég spurði hvað í andskotanum við værum að gera þarna þá sagði hann að hann væri fyrir utan heima hjá sér og væri að fara að sofa. EN þú ætlaðir að keyra okkur niður í bæ? hafði maðurinn þá ekki með sitt gullfiska minni gleymt því litla smáatriði að hann ætlaði að keyra okkur niður í bæ!!!! úff vinkonur mínar voru náttúrulega pirraðar eftir misheppnað kvöld og fóru að öskra og skammast í gaurnum. vinnufélagi minn gat ekkert sagt við vin sinn og stelpurnar sögðust ekki ætla að borga taxann heim upp í Grafarvog. hann fór þá að reyna við stelpurnar sem að hann sat við hliðin á og var önnur farin að hóta að troða gírstönginni upp í rassagatið á honum. vorum við fastar þarna í einn og hálfan tíma þangað til að vinur okkar sótti okkur og fór með okkur heim…
ég kom heim klukkan átta um morguninn…. og lagðist upp í rúm og sór þess eið að næstu áramót myndi ég vera heima undir sæng eins og ég hefði átt að gera allan tímann………..
þetta er óhappadagur hvort sem að ég er full eða edrú….
SHG