Föstudagskvöldið 20. desember næstkomandi verður glymjandi gleði á Gauknum, ellefta kvöld elektrolux klúbbsins gengur þá í garð
og hetja kvöldsins verður Dave Seaman en Gus Gus verða þarna sveittir á sviði fyrst og… þar kemur skýringin hvers vegna þetta er ekki haldið á Flauel..
Margir búnir að velta því fyrir sér, en á Flauel kemst Gus Gus víst ekki fyrir.. (no stage).. :/
En well það er eitthvað nýtt hljóðkerfi þarna á Gauknum svo það verður alveg rífandi stemmning og ekki er verra að hann Grétar G. verður upphitari fyrir liðið…
En eins og flestir ættu að vita er hann líka massífur disc jokey.
Dave Seaman, sem er ekki styttinga á neinu heldur er þetta skýrnarnafnið hans, fæddist í Yorkshire á Englandi fyrir einhverjum árum, var byrjaður að dj-ast snemma en var ekkert
byrjaður að spila á klúbbum bara fyrr en seint á 20.öldinni (…ójá.. það er sko 21. öldin núna :) )
Fyrsti klúbburinn sem hann spilaði á var Shelly´s en þar spilaði Sasha 3 helgar í mánuði og það vanntað einhvern til að spila þessa einu helgi á móti og var Dave ráðinn í starfið
en honum fannst hann þá ekki einu sinni vera tilbúinn til að byrja… but he did… og þótti hann svo súpergóður að hann hefur spilað á öllum klúbbum sem einhverju máli skipta í
heiminum í dag.
Að því spurður hvort hann væri með residencies einhversstaðar núna eins og er þá sagði hann að það væri mjög erfitt að reyna það því það væri svo mikið af giggum allsstaðar í
heiminum þar sem hann vildi spila.
En já hann hefur haft nóg að gera í því, hann er búinn að spila í Melbourne, Cape Town og Buenos Airies fyrir Global Underground, Renaissance seríuna og einnig gaf hann út annan diskinn
Back to Mine sem er aðeins öðruvísi því þetta er ekki eins og það sem hann spilar á klúbbunum..
En helvíti góður engu að síður :)
Ég er ansi hrædd um að það verður útúrbiluð stemmning með þessa alla listamenn samankomna og ráðlegg öllum að mæta!
Sé ykkur þar!