Jæja.. þá fer að styttast í blessuð jólin og öll djömmin sem fylgja því.. Margir líta á jólin sem tilvalin tíma til að djamma, nóg af fríi, éta og sofa bara, en öðrum finnst þetta vera of helgur tími… En well.. förum ekkert útí þá sálma..
Dagskráin í desember er ágætlega þétt, svona yfirleitt eitthvað pottþétt að gerast allar helgarnar, má þá nefna hin mögnuðu kvöld sem eru búin að vera á Flauel, og svo er búið að vera fínt líka á Spotlight, leður og latex kvöld og eitthvað svona dóterí.. annars held ég að þeir séu alvarlega að breyta staðnum aftur í bara gay stað.. En jæja hvað um það. Framundan eru nokkur stór kvöld.. þá sérstaklega föstudagskvöldið 20.desember, þá verður bæði Elektrolux #11 á Gauknum og Xtravaganza á Broadway. Alveg ferlegt að þetta verði sama kvöld.. en svona er þetta alltaf hér á klakanum, ef eitthvað þarf að gerast, þarf allt að gerast í einu.
En jæja þeir sem kjósa að fara á Xtravaganza geta samt sem áður líka kíkt á Elektrolux þar sem það er opið til 6 en hitt aðeins til 4. Annars verður Flauel líka með drum´n´base kvöld og verður þá Alley Cat frá Bretlandi að spila þar.. þannig nóg að gera þetta kvöld.. Laugardagskvöldið eftir þetta er kannski ekki eins mikið að gerast, eina sem ég hef heyrt um er Frímann og Bjössi á Flauel á svokölluðu 303 klúbbakvöldi.
Föstudagskvöldið, viku seinna er það svo Old Skool á Flauel.. Ég er ansi viss um að það verði þéttur stemmari.
En já svo má ekki gleyma “annan í jóla-ballinu” á Broadway.. það er víst alltaf svoleiðis.. reyndar var ég eitthvað að reyna að skoða broadway.is en það stendur ekkert um það, heldur bara ball 28. des með Jet Black Joe. Ég var samt að spá, var það ekki einhvern tímann á þessu ári sem þeir sögðu “að þetta væri í seinasta skipti sem hljómsveitin spilaði saman” eða er ég að rugla þessu við eitthvað annað?
En Oh well.. Svo verða það blessuð áramótin. Ótrúlega margir hlakka til, og enn aðrir kvíða fyrir. Sumir verða síðan víst að vinna… en ekki ég… ónei :) Það verður víst djammað.
EN þá er spurningin eins og alltaf… HVAR??
Eina sem ég hef séð auglýst er Hugarástand á Flauel.. þeir sem fór á opnunarkvöldið þarna vita við hverju er að búast.. brjálað stuð… eða það fannst mér allavega. Svo heyrði ég nú eitthvað um að áramótaballið á Broadway yrði Sálarball. Er það samt ekki að verða ansi úrelt? Eða er þetta það sem íslendingarnir vilja? Ég hef minnir mig 2x farið á svona ball á Broadway um áramótin, minnir það var sálin eitt sinn, og hitt skiptið stuðmenn.. er samt ekki alveg klár. En það eina sem ég man frá þessum böllum (og já btw ég var ekki full!!) voru ótrúlega fullir íslendingar, dansandi asnalega við þessa tónlist, og reynandi við allt sem hreyfðist og slefandi útum allt. mér fannst það allavega ekkert voðalega aðlaðandi.
En þetta er það eina sem ég hef heyrt varðandi áramótadjömmin. Hafið þið heyrt eitthvað meira? og er eitthvað sem þið mælið með?
Það væri gaman að fá að vita hvað þið ætlið ykkur að gera um áramótin, á að sitja heima bara og skjóta upp eða á að sletta ærlega úr klaufunum?
Vonum bara að veðrið verði okkur djömmurunum og flugeldaskjóturum hliðhollt svo við getum valsað um án þess að þurfa að vera í snjógallanum. :)