Elektrolux #10: Smokin Jo Þá er komið af tíunda kvöldi Elektrolux klúbbsins á Íslandi, verður nú breytt af vananum og verður kvöldið haldið á nýja klúbbnum Flauel að Grensársvegi 7 (gamli Bóhem).
Það er engin önnur heldur en súperkonan Smokin Jo, eins og hún kýs að kalla sig, sem mætir á staðinn og heldur fjörinu uppi til hálf sex. En það verðru hann Grétar okkar Gé sem ætlar að hita okkur upp. En að mínu mati er hann í hópi með bestu íslenku dj-unum.
Nafnið Smokin Jo kemur frá boxaranum Joe Frasier (Smokin Joe Fraiser) en hún vildi ekki að nafið gæfi til kynna að hún væri kona, þar sem þær hafa yfirleitt ekki verið vinsælustu dj-arnir, en hún sýndi framm á að kona gæti líka staðið sig vel í þessu hlutverki og er hún fyrsta og eina konan sem hefur fengið verðlaunin “DJ OF THE YEAR”.
Hún ákvað að verða dj eftir að hún uppgvötaði að það voru nærri engar konur á bakvið plötuspilarana og vildi því verða ein af þeim fyrstu. Hún keypti sér nokkrar plötur á afmælinu sínu árið 1991 og æfði sig svo í nokkra mánuði með talsverðum árangri.
Hún var það heppin að eitt kvöld á Trade á Manumission á Ibiza var einn dj-inn forfallinn og komst ekki til að spila og fyllti hún þá í skarðið. Var henni tekið með opnum örmum en gerði allt brjálað þegar hún setti lag Micheal Jacksons “Black and white” inní mitt house-settið. Gestirnir trylltust á dansgólfinu af gleði en stjórnendurnir voru víst ekki eins hrifnir en hún slapp með skrekkinn og varð alkunn eftir þetta kvöld og var boðið að vera resident þarna næstu 2 árin.
Jo varð svo einnig fastagestur á Cream, Pacha, the MOS, Renaissance, Progress, Sign of the Times, og Miss Moneypennies. Hún spilaði einnig fyrir hina vafasömu Boyzone, Betty ford Clinic Tribal Gathering þaðan sem hún á eina bestu minninguna og hafði þetta að segja um hana “Djing to 30,000 people all with their hands in the air was the most amazing feeling in the world”. Hún er orðin það fræg að hún er bókuð útum allan heim til að spila og ekki að því gleymdu að hún fer reglulega til Ibiza yfir sumarið og spilar á Space, Pacha, Es paradis, el Divinio og Privilidge (sem eru þekktustu klúbbarnir).
Hérna getiði hlustað á smá brot af <a href="http://audio.satelliterecords.com/ram/92006.RAM “> ”Psycho bitch“ </a>en þetta er .rm fæll, og svo hérna er <a href=”http://audio.satelliterecords.com/ram/100841.RAM “> ”Getinwhereyatin“</a> sem hún spilar með Giddy Aunt.
Einnig hér getiði náð í lagið <a href=”http://www.destiny.is/Smoking%20Jo-Yanu(org).mp3 ">Yanu</a>

Vona að ykkur líki og sjái ykkur svo á Flauel á laugardaginn!!

kv,

LadyJ