Ég fór til Mallorca í sumar og það er ekki í frásögur færandi nema að hið margfræga Ripped Fuel er ekki selt þarna úti (vonbrigði).
Ekki það að ég sé alltaf að overdoza svoleiðis efni en það getur nú samt verið hressandi þegar maður er þreyttur og nennnir varla að djamma að taka inn nokkrar töflur (það gengur ekki að djamma ekki á Mallorca!).
En apótekaradaman benti mér á annað…Nikótíntöflur, sagði mér að taka bara eina á 8 klst. fresti, ég eins og sannur íslendingur tók ekki mark á því, enda vanur því að taka aðeins meira af ripped fuel enn ráðlagt er (ekki neina massaskammta samt, kannski 3-4 töflur þegar ráðlagðar eru 2 í einu), þannig að ég endaði á að taka inn 4 koffíntöflur.
Það er skemmst frá því að segja að þessar “blessuðu” nikótíntöflur virka ekki eins og Ripped fuel, maður verður geðveikt slæmur í skapinu og svo endaði ég hjá lækni daginn eftir vegna þess að ég var búinn að tapa öllum vökva, farinn að finna mikið til svima og farinn að skjálfa, læknirinn var sko sem betur fer með galdrasprautu og sprautaði veikindunum í burtu, en ég mátti ekki fá vott af nikótíni næstu 2 daganna (ekki einu sinni dropa af kóki), en það var samt bara vel sloppið.
Jæja ég ákvað bara að skrifa þetta til að forða ykkur hinum frá því að gera svona heimskuleg mistök, þetta er án vafa eitt það heimskulegasta sem ég ef gert!