Ég veit ekki til þess að mannanafnanefnd skikki innflytjendur til að skýra eftir Íslenskum nöfnum, heldur bara Íslendinga. Svo held ég að útlensku nöfnin sleppi oftast, það eru bara Íslenskar útgáfur eða öðruvísi útgáfur af nöfnum sem ekki komast í gegn.
James slippi þar með en ekki Jeims. Sama gildir um Sif sem slyppi en ekki Syf. Aðalástæðan fyrir þessu er ef til vill sú að það er óþarfi að flækja ógeðslega flókna íslenska málfræði nú þegar. (hér er Jeims, um Jeims frá Jeims til Jeims)
En að Búrkunni. Búrkan hylur andlit fólk og við það skapast óöryggi. Ef eitthver klæddur Búrku færi inn í banka, yrði manneskjunni hleypt inn áfallalaust. Svo tæki hún upp byssu og rændi bankan, auðvitað sæist ekki hver það væri. Það gæti allt eins hafa verið karl innan í Búrkunni. (Það var reyndar banki rændur í Frakklandi af fólki íklæddum Búrkum
http://www.dailymail.co.uk/news/worldnews/article-1249157/Paris-Armed-robbers-disguised-burkhas-raid-bank.html) Fólk má klæðast hverju sem er en ef eitthver heimtar að koma inn á flugvöll, banka eða strætó eða annan stað þar sem hægt er að fremja fjöldamorð eða rán og heimtar að hylja andlit sitt af trúarlegum ástæðum(sem er auðvitað algerlega út í hött, enda hverki minnst á þetta í kóraninum, jafnvel þó svo væri mætti alveg eins vitna í biblíuna, cather in the rye eða 1984 fyrir mér, enda allt skáldsögur) ætti að stöðva manneskjuna. Ef eitthver kæmi klæddur með nælonsokk á hausnum eða grímu inn í banka yrði eflaust eitthvað kvartað.
Það á ekki að afsaka allt útaf menningarlegum mismunum. Í Sádi-Arabíu þykir í lagi t.d. að gifta 10 ára stelpur til fertugra karla. Ef Sádi-Arabi sem flytti til Íslands mætti svo ekki kaupa 10 ára stelpu væri auðvitað út í hött að leyfa það útaf því að menningin hans segir að það sé í lagi. Gildir einu hve oft hann gargar hve miklir rastistar Íslendingar væru ef þeir bönnuðu honum það.